Home / Fréttir / Vínsmökkunarferð til Katalóníu – Maí 2015

Vínsmökkunarferð til Katalóníu – Maí 2015

Torres PrioratÞá er það ákveðið, Vínskólinn mun skipuleggja vínsmökkunarferð til Katalóníu næsta vor, nánar tiltekið um leið og flogið verður beint til Barcelóna í byrjun maí. Á dagskrá verður heimsókn til Torres, Pares Balta, Ramon Raqueta, Raimat og fleiri. Við munum fara í flottustu vínhéruðum Katalóníu – frá þeim stærsta, Penedes til þess minnsta Pla de Bages, frá sléttunni upp í ægifagurt fjallahérað Priorat. Allir framleiðendur (nokkrir þeirra voru staddir á Íslandi í vikunni) eru mjög spenntir fyrir að fá okkur þannig að nú eru þeir að skoða hvernig best verður tekið á móti hóp Íslendinga.

Dagskrá og dagsetningarnar verða skýrari eftir því sem nær dregur, en áætlað að sjálf vínsmökkunarferðin taki 4 daga (flugdagarnir ekki meðtaldir) og örugglega hægt að dvelja nokkra daga í viðbót í Barcelóna eða við ströndina (mæli með Salou rétt hjá Tarragona). Um leið og verð fást frá flugfélögunum verður hægt að gefa áætlað verð, en eins og ávallt mun ég halda því innan mjög skynsamlegra marka.

Áhugasamir geta þegar látið vita af sér ([email protected])

Scroll To Top