Home / Fréttir / Vínsmökkunarferð til Katalóníu – maí 2015

Vínsmökkunarferð til Katalóníu – maí 2015

Torres PrioratVerið er að skipuleggja vínsmökkunarferð til Katalóníu næsta vor, nánar tiltekið frá 18. maí til 22. með möguleika á að framlengja á eigin vegum til 25. maí (Barcelona og Tarragona eru yndislegar á þessum árstíma!). Gert er ráð fyrir heimsóknir í vínhús frá frönsku læandamærunum í Empórda suður til Priorat, þar sem fjöllin taka við fyrir ofan Tarragona: Torres að sjálfsögðu, Castillo de Perelada, Ramon Roqueta (Abadal), Raimat, Pares Balta, Jean Leon… Við erum búin að taka frá sætin en eigum eftir að fá verðtilboð í gistingu og rútu – um leið og þær tölur eru komnar munum við auglýsa heildarverð og eins og ávallt höldum verðinu eins hóflegt og við getum.

Áhugasamir geta strax haft samband ([email protected]) og beðið um að vera skráðir (án skuldbindinga) á lista fyrir þessa ferð.

Scroll To Top