Ýmsir vínskólar eru starfandi erlendis, sumir til að mennta sérfræðingana sem starfa með víni, en aðrir bjóða almenningi námskeið sem geta verið frá 2 klst upp í hálfan eða heilan dag. Það er alltaf einstaklega gaman að skrá sig á svona námskeið þegar maður er á ferð erlendis.
Hér eru nokkrir þeirra:
ENGLAND
WSET
Wine and Spirit Education Trust
Alhliða vínskóli sem þjálfar sölumenn og fagmenn í vínbúðum og á veitingahúsum. Viðurkenndur og virtur um allan heim, útskrifar með skirteini. Heimasíða er einnig mjög rík.
FRAKKLAND
Vínskólinn í Bordeaux
Ecole Officielle des Vins de Bordeaux
Mjög öflugur og vandaður skóli, góðir leiðbeinendur og fyrsta skrefið til að kynnast vínin og svæðið.
Vínskólinn í Bourgogne
Ecole des Vins de Bourgogne (Beaune)
Svipað og skólinn í Bordeaux, vandaður og metnaðarfullur.
Alsace Vínskólinn
Ecole des Vins d’Alsace
Stutt námskeið á ákveðnum tímum, ekki eins öflugt og hinir tveir, en mjög vandaður líka.
ÞÝSKALAND OG AUSTURRÍKI
CALÍFORNÍA