Home / Vínferðir

Vínferðir

Ferðir á vínsvæði þurfa ekki að vera lúxusferðir til að vera góðar og skemmtilegar.

Stefna Vínskólans er að bjóða ferðir þar sem áherslan er lögð á:

  • að vera mátulega stuttar (eða langar!), yfirleitt eina langa helgi
  • að vera ódýrar og alla vega mjög sanngjarnar í verði
  • heimsóknir í vínhús sem eru einkennandi fyrir svæðið
  • góða kynningu á sjálfu svæðinu (annað en vín)
  • almenna kynningu á víngerð svæðisins  hjá samtökum framleiðanda ef þau eru fyrir hendi
  • eina kvöldmátíð sameiginleg og ef mögulegt fleiri

Dominique Plédel Jónsson mun vera farastjóri í flestum ferðum.

VÍNSMÖKKUNARFERÐ TIL KATALÓNÍU – MAÍ 2015

Farið verður til Katalóníu í vínsmökkunarferð 18. til 22. (eða 25.) maí 2015 og nokkur vínhús heimsótt: Torres að sjálfsögðu, en líka Castillo de Perelada, Ramon Roqueta (Abadal), Raimat, Pares Balta, Jean Leon og fleiri. Dagskrá og verð eru í vinnslu og allar upplýsingar verða birtar hér og í fréttaveitunni á heimasíðu Vínskólans.

Gert er ráð fyrir 20-25 manna hóp og verði verður haldið í lágmarki. Nánari upplýsingar: [email protected]

Innanlands
Vínskólinn skipuleggur í samstarfi við góða aðila ferðir innanlands sem má kalla þessu löngu nafni: sælkera- menninga- og vínsmökkunarferðir. Á erlendu máli er það einsfaldlega kallað “gastronomísk ferð”.  Hægt er að velja eins og er á milli þess að fara norður (Skaga- og Eyjafjirði) eða austur í Höfn í Hornafirði og slik ferð svíkur engan.

Allar upplýsingar veitir Dominique: dominique (hjá) vinskolinn.is.

Ferðasögur, ferðir og myndir:

  • No items.
Scroll To Top