Home / Fréttir / Vín og matur í Vínskólanum á Hótel Reykjavík Centrum

Vín og matur í Vínskólanum á Hótel Reykjavík Centrum

Hotel Reykjavik Centrum FjalakötturinnFrá og með byrjun janúar 2016, verður öll starfsemi Vínskólans á Hótel Reykjavík Centrum, í samstarfi við matreiðslumennina í Fjalakettinum. Aðstaðan í Kapers var til fyrirmyndar og stórglæsileg og matreiðslumennirnir framúrskarandi – en Adam verður aldrei lengi í Paradís. Safnahúsið skipti um skoðun og vildi ekki hafa vínsmökkunarnámskeið í húsinu. Ákveðið var þá að hafa alla starfsemina á Hótel Reykjavík Centrum, sem hefur reynst okkur mjög vel í gegnum öll árin 10 sem við höfum starfað, og matreiðslumennirnir Sævar og Jóhann munu sjá um matseðlana fyrir námskeiðin. Öll námskeiðin okkar verða þar af leiðandi á einum og sama stað. Við hlökkum til samstarfsins.

Scroll To Top