Home / Um Vínskólann

Um Vínskólann

Vínskólinn var stofnaður í janúar 2006 og er einkafyrirtæki í eigu Dominique Plédel Jónsson. Hann er með öllu óháður og í samstarfi við alla aðila á markaðinum sem sýnt hafa áhuga.

Markmið Vínskólans.
Skólinn heldur vínnámskeiðum opnum öllum almenningi (einstaklingum eða hópum), þar sem þarf ekki að hafa sérþekkingu eða undirbúningi. Aldurstakmarkið er 20 ára.

Einnig mun Vínskólinn skipuleggja stuttar ferðir á vínsvæði Evrópu í samvinnu við vínframleiðendur og samtök þeirra.

Vínskólinn verður vettvangur símenntunar vínþjóna og fagfólks, þar sem stutt og hnitmiðuð námskeið um vínfræði og þjónustu verða haldin.

Vínskólinn hefur fengið vottun frá Vínskóla Bordeaux haustið 2006 og Dominique er orðin “International Bordeaux Wine Educator”, sem sagt með kennararéttindi frá Bordeaux Vínskólanum.

Hafa samband

Vínskólinn
vinskolinn (hjá) vinskolinn.is
Sími: (+354) 898 40 85
Dominique Plédel Jónsson

Bankaupplýsingar:
Reikningsnr: 0526-26-1952
Kt.: 101248-2169
Senda tilkynningu til: dominique (hjá) vinskolinn.is

Dominique Plédel Jónsson

Dominique Plédel Jónsson

Dominique Plédel Jónsson

er frönsk, hefur verið búsett á Íslandi síðan 1970. Lengst af hefur hún unnið í verslunardeildum franskra sendiráðanna í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Óslo, síðast sem verslunarfulltrúi á Íslandi.
Hún hefur mjög langan feril varðandi vínmenningu (er ekki sagt að Frakkar fái hana í vöggugjöf??), hefur m.a. staðið fyrir frönskum kynningarvikum í mat og drykk með hótel Loftleiðum á sínum tíma og hótel Holti s.l. 10 ár.
Hún er stofnmeðlimur Vínþjónasamtakanna og hefur verið í forsvari fyrir ótal vínþjónakeppnum, einnig verið dómari í mörgum þeirra.

Eymar Plédel Jónsson

Eymar Plédel Jónsson

Eymar Plédel Jónsson

er hálf franskur og hefur líklega fengið víngenið með móðurmjólkinni. Hann hefur verið starfsmaður Vínbúðarinnar í Kringlunni, hefur tekið fyrstu 2 þrepin í Vínskóla Bordeaux og staðið fyrir ýmsum námskeiðum, m.a. í afleysingum fyrir móður sína Dominique og staðið að viðtækum vínsmökkunum með ýmsum vínklúbbum.
Hann mun sjást oftar í Vínskólanum frá og með hausti  2006 þar sem Dominique kemur til með að fara sem fararstjóri í vínsmökkunarferðirnar.
Eymar sér um bjórnámskeið á vegum Bjórakademíunnar (www.bjorvit.is) og starfar að öðru leyti sem verkefnastjóri hjá Wow air.

 

Scroll To Top