Home / Fréttir / Tvö Master Class á næstunni: L. Jadot og Cantine Torri

Tvö Master Class á næstunni: L. Jadot og Cantine Torri

Master Class er námskeið þar sem við fáum vínframleiðanda eða fulltrúa hans í heimsókn til okkar. Hann fer yfir sína hugmyndafræði, hugmyndirnar bak við vínin, og kemur með vín sem eru ekki einungis í sölu í vínbúðum þar sem sölukerfið takmarkar fjölda þeirra vína sem eru í sölu hverju sinni. Það er sem sagt afar gott tækifæri til að kynnast betur vínum frá ákveðnu svæði og framleiðanda þaðan.

Tvö Master Class eru á dagskrá í nóvember:
* Louis Jadot, einnt af þekktustu négociants (vínkaupmenn) frá Bourgogne kemur fimmt. 22. nóvember
* Eigandi Cantine Torri lífrænn framleiðandi frá Abruzzo kemur sjalfur þriðjud. 27. nóvember

Þetta verða síðustu námskeið fyrir jól og við getum ekki annað en mælt með því að taka þátt í þessum einstökum viðburðum.

Verð: 3500 kr á mann
Hótel Reykjavík Centrum (Fjalakötturinn) v/Aðalstræti
Skráning: [email protected]
(Bankaupplýsingar: reikn. nr 526 26 1952 kt: 101248 2169)

Scroll To Top