Home / Fréttir / Spánn og Bordeaux í næsta viku

Spánn og Bordeaux í næsta viku

Næstu námskeið Vínskólans leiða okkur suður: Ferðalag um Spán þriðjud. 7. febrúar (Vín og matur) og Bordeaux (sérnámskeið, “bara” fræðsla!) fimmt. 9. feb. Skráning: [email protected]

Ferðalagið um Spán byrjar í Galisíu, í Rias Baixas því 2 hvítvín frá þessu einstaka héraði eru nú í vínbúðunum, og svo er farið um Rioja og Ribera del Duero að sjálfsögðu, en líka víðar. Verð: 5500 kr á mann, örfá sæti laus (2-4)

Bordeaux verður alltaf sígilt og framsækið hérað í senn, og hjá flestum viðmiðun um jafvægi, nýsköpun og hefðir fyrir flesta. Mörg og góð vín frá Bordeaux eru þessa stundina í vínbúðum og leyda okkur að skoða framboðið af vínum sem allir geta keypt. Verð: 3500 kr og nóg af lausum sætum.

Scroll To Top