Home / Fréttir / Náttúruvín og lífræn – fimm. 11. febrúar

Náttúruvín og lífræn – fimm. 11. febrúar

Natural-wine-whats-the-hell Hvað eru náttúruvín? Flest eru þau lífræn eða lífefld (bíódýnamísk) og í takt við náttúruna: maðurinn grípur sem minnst inn í ferlið. Engin súlfít (eða innan við mörkin þar sem krafið að skrá á miðann), engin viðbætt aukefni, ger frá náttúrunni – sem sagt andstæðan við iðnaðarvín.
Þessi vín hafa rutt sér til rúms undanfarin 10 ár og hafa batnað mikið í gæðum og bragði á þeim tíma. Það verður samt að hugsa út fyrir kassann þegar þau eru smökkuð, viðmiðunin er allt önnur.

Á þessu námskeiði komum við til með að smakka bæði lífræn vín og náttúruvín frá mismunandi framleiðendum og mismunandi löndum. Ekki missa af þessu!

Scroll To Top