Home / Fréttir / Námskeið fimmt. 26. janúar: Lífræn, náttúru og vegan vín

Námskeið fimmt. 26. janúar: Lífræn, náttúru og vegan vín

Vín er eini drykkurinn, eða jafnvel einu matvæli, sem þarf ekki að hafa innihaldslýsingu á miðanum. Það er einnig oft erfitt að gera mun á milli þess hvað er iðnaðarframleitt vín þar sem meira af aukefnum finnast, og vínbóndavín þar sem farið er mun varlegra. Þess vegna er hér líka eina vottun sem hægt er að treysta lífræna vottunin, eða vottun um bíódýnamíska víngerð. Sum vín er farið að merkja vegan (þó dýraafurðir séu afar sjaldan notuð í víngerð), og enn önnur eru kölluð (og þau eru öll lífræn eða bíódýnamísk) “náttúruvín”. Það er alveg þess virði að kynna sér þessa flokkun og hvað stendur á bakvið miðana og vottunina. Vínskólinn mun taka það fyrir n.k. fimmt. 26. janúar kl 18.00, á Hótel Reykjavík Centrum.
Verð: 3500 kr – Laus sæti
Skráning: [email protected]

Scroll To Top