Home / Fréttir / Námskeið einungis fyrir sérhópa vorið 2019

Námskeið einungis fyrir sérhópa vorið 2019

Eins og kunnugt er, missti Vínskólinn skyndilega aðstöðuna sína á Hótel Reykjavík Centrum haustið 2018, aðallega fyrir námskeiðin vinsælu um Vín og mat. Við höfum haldið áfram með námskeiðin þar sem var einungis vínsmökkun og ætlum að endurskipuleggja starfsemina. En ekki er hægt að ráða öllu í þeim tímaramma sem er til staðar, ýmislegt óvænt hefur gerst og þar af leiðandi munum við ekki vera með neina fasta dagskrá vorið 2019, heldur taka á móti fyrirspurnum frá sérhópum.
Eins og hefur verið svörum við tölvupóstum á [email protected] og [email protected] – og verðum einnig þegar færi gefst, með Master Class þegar merkum gestum ber að garði. Við látum þá vita bæði á Facebook og í gegnum póstlistann.

Scroll To Top