Home / Fréttir / Master Class – Vina Maipo 4. desember

Master Class – Vina Maipo 4. desember

Philippe Bourrat frá Vina Maipo í Chile, verður á landinu 3. og 4. desember og við höfum fengið hann til að stoppa aðeins hjá okkur og fræða um framleiðslu vínhússins þ. 4. desember (miðvikud.) kl 18.30 á Hótel Reykjavík Centrum (Fjalakettinum) við Aðalstræti.

Vina Maipo er í mikilli sókn, það var stofnað 1948 í Maipo dalnum rétt fyrir sunnan höfuðborg Chile, Santiago. Það er þekkt fyrir þægileg vín úr aægengustu þrúgunum á góðu verði en það býr meira í Vina Maipo og Philippe Bourat mun leiða okkur um þau vín og framtíðarhugmyndir vínhússins.

Verð: 3000 kr Skráning:dominique (hja) vinskolinn.is

 

Scroll To Top