Home / Fréttir / Master Class Vega Sicilia fimmt. 14. apríl

Master Class Vega Sicilia fimmt. 14. apríl

Logo Vega SiciliaÞað gerist afar sjaldan að Vínskólinn getur boðið uppá jafn glæsilegt Master Class og verður 14. apríl. Zita Rojkovich frá hinu fræga vínhúsi Vega Sicilia í Ribera del Duera mun leiða okkur í gegnum flest vínin sem eru í eigu þess: Unico, Alión, Valbuena, Pintia og fleiri (hver veit nema Oremus, Tokaj vínið frá Ungverjalandi, verði með líka?). Vega Sicilia var stofnað 1864 og hefur verið síðan þá eitt af frægustu vínhúsum Spánar einfaldlega vegna gæða. Vínin geymast í flóknu ferli í allt að 10 árum fyrir Unico, en Vega Sicilia á 1000 ha í Ribera del Duero, þar af eru 250 ha undir vínrækt.

Þetta er einstakt tækifæri að fá að kynnast vínin frá Vega Sicilia og við erum þakklát fyrir að fá að sjá um að hýsa þessa kynningu.

Vega Sicilia Master Class verður á Hótel Reykjavík Centrum (Fjalakettinum) v/Aðalstræti, fmmtud. 14. apríl kl 18.00  og kostar 3000 kr á mann. Opið öllum á meðan húsrúm leyfir – sem sagt fyrstir skrá sig, fyrstir fá! Skrá sig:  [email protected]
Bankaupplýsingar: reikn. nr 526 26 1952 – kt. 101248 2169 (senda tilkynningu úr heimabankanum á [email protected])

Scroll To Top