Fulltrúi frá Symington (Cockburn) kemur til landsins og mun halda Master Class um portvín með mat mánud. 10. nóvember kl 18.30 í Ostabúðinni. Jóhann í Ostabúðinni mun sjá um matseðilinn með Cockburn manninum sem kemur til með að útskýra hvernig er best að para mat og portvín. Afar spennandi nýjung. Verð 4500 kr á mann, hægt að skrá sig í tölvupósti [email protected]