Home / Fréttir / Master Class með Cesare Cecchi miðv. 22. nóv.

Master Class með Cesare Cecchi miðv. 22. nóv.

Einstakur viðburður í Vínskólanum: Cesare Cecchi, eigandi og forstjóri vínhússins Cecchi, sem er mjög virt fyrirtæki i Chianti, verður með Master Class hjá okkur miðv. 22. nóvember kl 17.30 á Hótel Reykjavík Centrum (þar sem Fjalakötturinn er) og er þátttökugjaldið 3000 kr.  (ATH! Breyttum tíma)
Cecchi í Castellina di Chianti, stutt frá Siena og hefur fært út kvíarnar til Montalcino, Montepulciano og loks Maremma við Miðjarðarhafið. Hann kemur til með að útskýra  hvernig héraðið hefur þróast og hver einkenni og framtíð þessara svæða eru. Ekki er það svo oft að sjálfur forstjóri vínhúss kemur til Íslands!
Skráning: [email protected]

Scroll To Top