Home / Fréttir / Master Class mán. 31. ágúst: Barone Ricasoli

Master Class mán. 31. ágúst: Barone Ricasoli

Castello di BrolioHaustið byrjar glæsilega hjá okkur: Stefano Capurso frá Barone Ricasoli mun halda Master Class mánudaginn 31. ágúst kl 18.00 í Fógetastofu (Hótel Reykjavík Centrum/Fjalakötturinn, v/Aðalstræti). Barone Ricasoli  í Chianti í Toskana er elsta vínhúsið á Ítalíu, hefur nærri 1000 ára sögu í Castello di Brolio. Bettino Ricasole, sem var bæði stjórnmálamaður og víngerðamaður á 19. öld, áttaði sig á gildi sangiovese í Chianti og má kalla faðir nútímavíngerðar í Toskana. Mönnum gefst þá tækifæri til að smakka mörg mismunandi vín frá þessu einstaka vínhúsi.
Verð: 3000 kr – Skráning: [email protected]

Scroll To Top