Home / Fréttir / Master Class Concha y Toro – Fimmt. 29. ágúst

Master Class Concha y Toro – Fimmt. 29. ágúst

Marin Duran, vínþjónn hjá Concha y Toro verður staddur á landinu í lok vikunnar og stendur fyrir Master Class í Vínskólanum fimmtudaginn 29. ágúst kl 17.30, Hótel Reykjavík Centrum (Fógetastofu). Concha y Toro hefur haft þá stefnu undanfarin ár að ráða til sín vínþjóna til að bera hróður fyrirtækisins víða um heim. Í Chile er nefnilega öflug og kröfuhörð menntun fyrir vínþjóna, í sérskóla sem Hector Vergara stofnaði, en hann er eini Master Sommelier í Suður Ameríku.

Marin Duran mun fara í gegnum sögu Concha y Toro og leiða smökkun á vínum í sérflokki hjá framleiðandanum, eins og Terrunyo-línan og Don Melchor.  Frægur framleiðandi í nýju ljósi á landinu, ekki bara kassavín.

Skráning: dominique (hjá) vinskolinn.is

Scroll To Top