Miðvikud. 7. september kl. 18.00
Hótel Reykjavík Centrum (Fógetastofa)
Verð: 3000 kr
Þetta verður einstakt Master Class sem Vínskólinn býður uppá í þetta sinn: Lyne Marchive, eigandi Domaine des Malandes í Chablis kemur til okkar og leiðir okkur í gegnum smökkunina á eigin vínum. Hún verður stödd á landinu í tengslum við vínsýningu Haugen Gruppen sem verður 8. september í Gamla Bíói (17 til 19).
Lyne, sem er fædd og uppalin í Chablis, rekur frá 1972 eitt af virtustu fjölskylduhúsum í héraðinu. Vínin hennar eru einstakir fulltrúar allra AOC í Chablis, Petit Chablis, Chablis, Premier Cru, Grand Cru og aukalega nokkur Clos. Vínin frá Domaine de Malandes eru þekkt fyrir að spegla einstaklega vel “terroir” í Chablis, steinefnin frá Kimmeridgien tímabilinu, tær vín með karakter. Ekki missa af þessum einstaka viðburði.
Skráning: [email protected]