Home / Fréttir / Master Class 5. apríl: Valduero (Ribera del Duero)

Master Class 5. apríl: Valduero (Ribera del Duero)

Valduero er eitt af elstu vínhúsunum í DO Ribera del Duero, stofnað 1984 á mun eldra grunni. Gregorio Garcia Alvarez stofnaði Valduero sem leggur áherslu á þeim hefðum sem viðgangast í héraðinu: nota einungis tempranillo, geymsla á tunnu lengur en krafist er. Dætur Gregorios reka vínhúsið í dag, önnur Yolanda er víngerðamaður og hin, Carolina, markaðsstjóri. Valduero er talið vera ein af allra bestu Bodegas í Ribera del Duero, á einstökum stað 16 km frá Aranda í hjarta héraðsins. Alfonso Gonzalez Ruiz (sem hefur verið í vínhúsinu í 18 ár) kemur til landsins í byrjun apríl og verður með Master Class í Vínskólanum og mun leiða okkur í gegnum vín sem hafa oftast fengið yfir 95/100 víða um heim.
Skráning: [email protected]
Verð: 3500 kr

Scroll To Top