Höskuldur Hauksson er hógvær maður og það var algjör tilviljun að við fréttum af honum, þó er það sé saga til næsta bæjar að Íslendingur sé starfandi vínbóndi, og það í Sviss. Eftir að hafa tekið viðtal við hann fyrir Gestgjafann, var ákveðið að hann kæmi til landsins og leyfi okkur að kynnast honum og vínum hans betur. Hann kemur með 6 tegundir, meðal annars vín úr garanoir og pinot noir, müller thurgau eða merlot. Hann verður með Master Class þ. 24. apríl í Vínskólanum og það verður hægt að spyrja hann spjörunum út – og jafnvel skrá sig í vínklúbbnum sem hann stofnaði.
Skráning: [email protected]
Verð: 3500 kr