Home / Lýsing námskeiða

Lýsing námskeiða

Vínskólinn getur boðið uppá eftirfarandi námskeið, annað hvort skv. dagskrá eða fyrir sérhópa.

Vínfræði – þriggja námskeiða syrpa
Kjörið fyrir þá sem vilja virkilega setja sig inn í vínheiminn, einstaklega skemmtilegt. Syrpan er auglýst sérstaklega, og er á dagskrá einu sinni á ári.

  1. Þrúgurnar og vínviðurinn
    Hverjar eru einkenni algengustu þrúgna sem talað er um – en líka hverjar eru ekki eins algengar, hvaða blöndur eru algengastar og af hverju… Lesa sig í gegnum miðann á flöskunni og skilja vínviðinn.

2. Víngerð og vínlandafræði
Einkenni víngerðarinnar í stærstu löndunum, af hverju Cabernet Sauvignon eða Shiraz/Syrah eru allt öðru vísi eftir því hvaðan þau koma.

3. Matur og vín
Farið dýpra í samsetningu víns og matar,  hvað ber að athuga þegar vín er valið (eða matur) ef markmiðið er að fá það besta úr þeim báðum.
Verð: 8000 kr fyrir 3 námskeið (15% afsláttur)

Grunnnámskeið

Listin að smakka
Grunnnámskeið um hvernig er best að nálgast víninu: hvað er sýra? hvað eru tannín? hvernig er vínið búið til? hvernig þekkir maður eikina? Nokkur sláandi dæmi um þrúgurnar, mismunandi víngerð, mismunandi lönd.
Verð: 3500 kr á mann

Matur og vín
Grunnnámskeiðið, en innihaldið kemur mörgum á óvart. Matur og vín eiga samleið en alltaf er hægt að gera gott betra. Hvað er það sem þarf að passa? Hvernig nemum við og skynjum mat og vín saman? Hvað ber að forðast og hvað smellur saman?
Sýnishorn af matvælum og 6 vín gefa okkur nokkur svör.
Verð: 3500 kr á mann

Smökkum og giskum
Framhaldsnámskeið sem hægt er að taka sjálfstætt. Markmiðið er að vekja meðvitund um lyktarskynið og virkja minnið okkar þegar kemur að því að þekkja betur vínin. Við förum í smá lyktarleik og smökkum 5-6 vín blint til að finna okkar eigin smekk fordómalaust.
Verð: 3500 kr á mann

Vín og matur – í Vínskólanum

Það verður alltaf aðalmarkmiðið þegar maður kaupir eina flösku af víni, að hafa mat með, hvort sem það er snarl, ostabakki eða heil máltíð. Vínskólinn aætlar að bjóða uppá léttar og skemmtilegar uppákomur þar sem samsetning af mat og vín verður í fyrirrúmi: fá einfalda máltíð á besta verði og prófa nokkur vín með.

Námskeiðin Vín og matur verða á Hótel Reykjavík Centrum (Aðalstræti 16, Fjalakettinum) kl. 18.30: verð 5500 kr, 2-3 smáréttir, 1 aðalréttur og 4-5 tegundir af víni. (öll námskeið merkt með gulu) Frá 1. janúar 2016 verður öll starfsemi Vínskólans áHóteli Reykjavík Centrum, í samstarfi við matreiðslumennina þar. Samstarfið við Ostabúðina mun halda áfram en í minna mæli vegna anna þar á bæ.

Athuga að hér fyrir neðan eru talin námskeiðin sem Vínskólinn hefur haldið/getur haldið, ekki endilega námskeið sem verða á dagskrá hverju sinni.

Ostar og vín
Í samstarfi við Ostabúðina og Búrið.
Ostar og rauðvín er það sem manni dettur helst í hug að eigi best saman. Í flestum tilfellum er það líka rétt, en svo eru sumir ostar sem kalla á annað. Geitaostur er frekar súr, gráðaostur er feitur og sterkur – hvað á þá að velja? Við prófum okkur áfram, hefðbundið og óhefðbundið.
Verð: 6000 kr á mann

Riesling og sjávarfang
Hver veit nema við fáum kræklinga frá Hrísey, kúskel frá Þorshöfn eða humar frá Hornafirði? Riesling er væntanlega fyrsti valkosturinn, drottning þrúgnanna hefur þó margar útgáfur.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Ítalía – Matur og vín Það er meira en pizza og pasta á Ítalíu, risotto og ýmsir sveitaréttir þar sem tómatar eru í aðalhlutverki. Ítölsk vín ættu að vera pottþétt þá en hversu pottþétt? Farið er víða um þetta gosenland matar og víns.
Ferðalag um Ítalíu
Nýtt vorið 2016: matreiðsla og vínin eru ákaflega mismunandi frá Piemonte til Sikiley, lagt er í fróðlegt ferðalang um landið.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Chablis og fiskréttir  – Panta sérstaklega
Fiskréttirnir okkar geta verið frábærir, glænýtt hráefni og snilld kokkanna eru fjársjóður. Chablis (úr Chardonnay þrúgunni) á sérstaklega vel við bragðmikinn fisk – en Chablis eru mismunandi. Nokkrar tegundir verða í boði, skýring gefin á mismununum.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum..

Tapas og spænsk vín
Veitingastaðir eiga til að kalla tapas allt sem er á brauðsneiði – en alvöru tapas frá Spáni eru margt annað: chorizo, manchego ostur, krabbi, smokkfiskur… og vínin mega vera hvít, rauð … eða Tio Pepe.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Lambið okkar og vínin
Lambið okkar er alveg eins og fiskurinn fyrsta flokks hráefni og við höfum gjarnan flokkað það undir villibráð – kryddlegið af náttúruhendi. Það er fíngert kjöt og þarf að velja vín við hæfi á móti, elegant og fáguð. Þau geta verið mörg og við látum á það reyna.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Vín með austurlenskum mat
Asía er Indía og margar tegundir af karrí, Thailand og missterk karrí eða annað, Singapúr, Malaysía, Bali, Kína sem býður uppá margslungið ævintýri bragðlaukanna. Á það að vera rautt? hvítt? rosavín? bjór? Við þreifum okkur áfram.
Verð: 6000 kr á mann
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Vín með villibráð
Haustið er tíminn þar sem landið hefur verið gjöfult og títringur er í mönnum til að gripa byssu og fylla búrið. Svo skal haldin veisla – ef vanda á valið á vínunum, þar að athuga nokkur atriði. Þetta gerum við með aðstoð góðra veiðimanna.
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Vín með Jólamatnum
Uppáhaldspurningin virðist vera “hvaða vín á að hafa með hangikjöti?” – og byrja allir að prófa hitt og þetta. En jólamaturinn er orðinn ansi fjölbreyttur og það getur verið nokkuð vandasamt að velja hátíðarvín, sérstaklega ef mann langar að velja vín í dýrara flokki.
Verð: 6500 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Vín og matur frá Alsace Sagt er oft að Alsace vínin eru bestu hvítvínin í heiminum – þau eru alla vega einstaklega vinsæl hér á landi og úrvalið afar skemmtilegt. Maturinn í héraðinu er líka heillandi og pörun af mat og vín er sennilega besta dæmi sem hægt er að gefa. Stundum fæst líka pinot noir frá Alsace, ef við erum heppin…
Verð: 6000 kr
Í samstarfi við Hótel Reykjavík Centrum.

Af öðrum námskeiðum “Vín og Matur”
Við getum líka boðið uppá “vín og mat” frá Argentínu, Portúgal, Chile, og tekið eina þrúgu frá mismunandi stöðum í heiminum og para með mat – ímyndunaraflið er okkar eina takmark!

Sérnámskeið

Vín frá Ítalíu
Vín frá Piemonte

Vín frá Chianti og Chainti Classico
Ítölsk vín njóta mikilla vinsælda og víngerðin hefur gjörbreyst þar í landi s.l. 10-15 árin. En það er ennþá frekar flókið að rata innan um vottunarkerfið, svæðin og heiti, sérstaklega þegar úrvalið í Vínbúðum er eins mikið og raun ber vitni. Við förum í skemmtilegt ferðalag og smökkum 5-6 vín einkennandi fyrir hvert svæði.
Verð: 3500 kr á mann

Vín frá Alsace
Eina svæði í Frakklandi þar sem vínin verða að heita þrúgunafni, eingöngu hvítvín. En það býr margt í Alsace, aldagamlar hefðir, framsækni, “terroir” er einstaklega fjölbreytt og áhrifamikið, grand crus og einnar ekru vín ná óþekktum hæðum í hvítvíni. Að námskeiði loknu, langar mann bara að slást með í för til Alsace …
Verð: 3500 kr á mann

Bordeaux 
Bordeaux verður alltaf viðmiðunin í víngerð í heiminum, þrátt fyrir að bestu vínin séu að sprengja verðskalann (og eiga það skilið) og ódýru vínin eiga erfitt um vik vegna samkepppni og minnkandi neyslu. Við förum nokkuð djúpt í það sem gerir Bordeaux einstakt í heiminum (Dominique er komin með alþjóðleg kennsluréttindi frá Bordeaux Vínskólanum og miðlar nýjustu upplýsingum út frá því).
Verð: 3500 kr fyrir bæði námskeiðin

Shiraz og Syrah
Syrah kemur upprunalega frá Rhône dalnum – en fór í farangur frumkvöðlanna af vínrækt í Ástralíu – þar fann hún allt annað “terroir”, aðlagaðist einstaklega vel en breyttist líka, hún varð að Shiraz. En hefur hún enn eitthvað sameiginlegt við syrah – og af hverju heitir hún stundum shiraz og stundum syrah? Og kemur hún frá Iran? Neiii…!
Verð: 3500 kr á mann

Vínin frá Spáni
Spánn hefur lengi verið þekkt eingöngu fyrir vín frá Rioja og Penedes, og í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. En mörg önnur svæði eru mjög spennandi og kallast nýju svæðin þótt hefðir þeirra séu ekki lengur svo nýjar. Ribeira del Duero, Navarra, Yecla, Castilla-La Mancha eru bara nokkur nöfn.
Verð: 3500 kr á mann.

Hvítvín annað en Chardonnay
Það er oft beðið um Chardonnay þegar mann langar í hvítvínsglas, mætti stundum setja samasem merki á milli. Ef Chardonnay er útbreiðasta þrúgan í heiminum og gefur nánast alltaf (mis)gott vín, þá eru ótal hvítvíns þrúgur í heiminum sem eru bæði spennandi og stórkostlegar. Roussane? Viognier? Cattaratta? Soave? Torrontes? Sauvignon Blanc? Við berum þetta saman og smökkum.
Verð: 3500 kr á mann

Freyðivín og kampavín
Margar aðferðir eru notaðar til að fá vínið til að freyða – en í upphafi var það tilviljun. Freyðivínin eru mörg og mjög mismunandi í gæði og verði – kampavín eru einnig mjög mismunandi og nokkrar góðar tegundir fást í Vínbúðum að staðaldri. Hvað býr að bak við miðann, af hverju freyðir vínið, af hverju Champagne, þetta er skemmtilegt ferðalag um spennandi tegundir.
Verð: 3500 kr

Bjór með Eymari – Bjórakademían 
Eymar hefur kynnt sér bjórheiminn í allri sinni fjölbreytni, í Belgíu, Englandi og víða.
ATHUGA að bjórkennslan hefur verið eflt og Bjórakademían (www.bjorvit.is) sér um bjórnámskeiðin. Eymar,  og Steinn sjá um þau.
Verð: skv. verðskrá Bjórakademíunnar

Lífræn vín og náttúruvín
Lífræn vín eru sýnilegri og margt mjög skemmtilegt leynist í hillum vínbúðanna. En hvað er lífræn ræktun í vínheiminum? Hvað eru stigin í að vera vistvænt, lífrænt eða biodýnamiskt (“lífefld”)? Hvað þýðir það varðandi aukaefni sem eru notuð í víngerð? Hvað eru “natural wines”?Af hverju eru þessi vín ekki dýrari? Þegar stórt er spurt…
Verð: 3500 kr á mann

Sérrí eða Sherry: heill heimur frá Andalúsíu
Sérrí er sennilega vandmetnasta víntegundin á Íslandi – og Vínskólinn hefur lofað að bæta úr því ! Sérrí er nefnilega allt annað en sæti drykkurinn sem gleymdist alltaf í vínskápnum eða er notað í triffle eða til að bleyta kökubotn. Það er hægt að hafa eina tegund af sérrí við hvern rétt í heilli hátíðarmáltíð, það er besti fordrykkur, það er ljúfasti drykkurinn til að hugleiða um heiminn og geiminn…  Og það er heill heimur í sjálfu sér, hvernig það er framleitt og geymt.
Verð: 3500 kr á mann

Glösin og vínsmökkun – Eikin og áhrif hennar í víngerð
Þessi tvö námskeið sem eru ótengd fara inn á nýtt svið vínnámskeiða: skoða dýpra í því sem hefur áhrif þegar við smökkum vín – og eru þar af leiðandi gott framhald á grunnnámskeiðunum “Matur og Vín” eða syrpunni sem lýst er efst á þessari síðu. Glösin geta verið afar mikilvæg þegar maður ber vínið fram, og ekki eingöngu vegna fagurgildis þeirra – við gerum tilraunir. Sömuleiðis er eikin ekki bara eik og margt stendur til boða – hvernig þekkjum við hana og hvað gerist, af hverju er eik notuð ?
Verð: 3500 kr fyrir hvert námskeið

WHISKY: Maltvíski og þeirra einkenni
Skosku vískiin hafa sótt í sér veðrið undanfarin ár og eru mjög ofarlega á listanum hjá vínáhugamönnum, ásamt koníaki. En þau eru gríðalega mismunandi – og við reynum að greina á milli.
Verð: 4500 kr á mann

Koníak
Koníak varð til af tilviljun eins og svo margt annað vín, og varð smám saman að eðaldrykki sem kallar í huganum myndir af leðurstólum og vindlum. Cognac svæðið er ekki stórt en margt hefur áhrif á gæði og einkenni tegundanna. Og það er auðveldara en maður heldur að finna tegundina sem höfðar mest til manns.
Verð: 4500 kr á mann

 

Scroll To Top