Home / Fréttir / Lamb á ýmsa vegu og vínin með – 30. mars

Lamb á ýmsa vegu og vínin með – 30. mars

Þetta er lógó sem Landssamband Sauðfjárbændur nota til að kynna lambakjötið okkar erlendis – og innanlands til dæmis á veitingastöðum og við höfum fengið það að láni fyrir námskeiðið okkar sem verður nú á miðv. 30. mars kl 18.30 á Hótel Reykjavík Centrum.

Búið er að festa matseðilinn sem Jóhann Örn matreiðslumeistari í Fjalakettinum sér um og vínin sem Dominique velur. Hér verður um einstaklega spennandi viðburð að ræða því þennan sama dag byrjar ársfundur Landsambands Sauðfjárbænda (algjör tilviljun!).

Enn eru nokkur sæti laus á þessu námskeiði (6-7 sæti) en… “fyrstur kemur fyrstur fær”-lögmál gildir!

Verð: 5500 kr – skráning: [email protected]

Scroll To Top