Home / Fréttir / Í samstarf við Ostabúðina á Skólavörðustíg

Í samstarf við Ostabúðina á Skólavörðustíg

Vínskólinn hefur verið lengi í samstarfi við Ostabúðina á Skólavörðustig, þar sem Jóhann ræður ríkjum og hafa námskeiðin þar sem hann sér um matreiðlsuna á móti vínvalinu verið einstaklega vinsæl. Það eru fleiri aðilar sem koma við sögu, og eitt besta dæmi var í fyrra samstarfið við Grillskóla Garðheima, fræðslan um grilleldamennsku er dýrmæt og hugmyndir um vínúrval á móti hefur greinilega mælst vel fyrir því við höldum áfram í ár.

Sömuleiðis hefur gott samstarf þróast á milli Vínskólans og Iðunnar, fræðsluseturs iðnaðargreina, og fagfólk á veitingahúsum hefur verið mjög duglegt að taka þátt í námskeiðaröð um vínfræði. Fleiri er í bígerð og er það okkur sönn ánægja að taka þátt með auðmýkt í að byggja betri vínmenningu á landinu.

Scroll To Top