Home / Fréttir / Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!

CFH65D026Fyrir 10 árum síðan, var Vínskólinn stofnaður og hafa vinsældir hans verið jafnmiklar í góðærum sem eftir hrun. Námskeiðin sem hafa verið í boði hafa verið fjölmörg, frá Listinni að smakka sem er skemmtileg kynning á því hvernig er best að smakka vín, til námskeiða um mat og vín á ýmsum slóðum. Gestir Vínskólans hafa verið margir, frægir víngeðamenn eða fulltrúar frá heimsþekktum fyrirtækjum.

Nýja árið ætti að standa samanburði og við verðum opin fyrir nýjungum (ekki n´æyjunganna vegna þó!) á sama tíma og við höldum áfram að bjóða uppá námskeiðin sem hafa reynst vinsælust undanfarið: vín og matur frá ýmsum löndum og héruðum.

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs, viljum við þakka hjartanlega fyrir allar þessar frábæru samverustundir sem hafa gert lífið skemmtilegra síðustu 10 árin, í þeirri von að þær verði jafn margar eða fleiri á nýja árinu!

Scroll To Top