Home / Fréttir / Gleðilegt ár! Dagskráin fyrir vorið 2015

Gleðilegt ár! Dagskráin fyrir vorið 2015

CFH65D026Vínskólinn óskar ykkur farsældar og gæfu á þessu ári og þakkar samveru og samskipti á liðnum árum!

Dagskráin fyrir vorið 2015 er að finna á sínum stað, undir “Næstu námskeið” hér á síðunni og er margt þar til að velja úr. Við endurtökum námskeiðin sem hafa verið mjög eftirsótt hingað til, eins og Tapas og vín, Vín og matur frá Ítalíu – en líka Bordeaux námskeiðin (bæði vínin ein og sér og Vín og matur í Ostabúðinni) því nokkur mjög athyglisverð vín þaðan hafa ratað í hillur vínbúðanna.

Námskeiðið þar sem ferðast er um Frakkland í vín og mat verður líka endurtekið – og við viljum vekja athygli á 2 námskeið um vín frá Ítalíu (frá Piemonte til Sikileyjar) og Ný og sígild vín frá Spáni. Þar munum við fara í skemmtilegt ferðalag um þessi tvö lönd sem hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá Íslendingum.

Loks langar okkur að prófa og bjóða nýtt námskeið, grunnnámskeið um þrúgurnar þar sem við smökkum mismunandi vín og finnum muninn á þrúgunum. Syrpan af 3 námskeiðum um vínfræði fyrir þá sem vilja vita meira er líka á sínum stað.

Scroll To Top