Home / Gjafabréf Vínskólans

Gjafabréf Vínskólans

BREYTINGAR FRÁ 1. OKTÓBER 2018

Eins og hefur komið fram, hefur Vínskólinn frá 1. október 2018 ekki lengur aðgang að Hótel Reykjavík Centrum fyrir námskeiðin um Vín og Mat eingöngu sem hefur þurft að aflýsa í haust. Á meðan óvissa ríkir um samstarfsaðila og staðsetningu, munum við ekki gefa út gjafabréf, sérstaklega fyrir jól.
Ef einhver breyting verður fyrir þann tíma, þá mun það vera tilkynnt hér.

==================================================================

BREYTINGAR FRÁ 1. NÓVEMBER 2017

Gjafabréf Vínskólans hafa verið mjög vinsæl undanfarin ár en breyting verður á fyrirkomulaginu frá og með 1. nóvember. Vegna breytinga í starfsemi Vínskólans (ferðir og fl.) munu almenn gjafabréf heyra sögunni til og einungis gjafabréf fyrir ákveðin námskeið verða gefin út, s.s. námskeiðið verður tilgreint á gjafabréfinu.
Aðalástæða er að við kjósum að vera heiðarleg við viðskiptavini okkar og viljum þar af leiðandi geta staðið við fjölbreyta dagskrá þar sem viðtakandi gjafabréfs getur valið námskeið sem hann hefur áhuga á. Starfsemin mun breytast eftir áramót en halda samt áfram að fullum krafti, og þessar breyttar áherslur gera okkur ekki kleift að bjóða gjafabréf áfram.
Fyrir þá sem vilja kaupa gjafabréf skv. þessum ramma, gilda skilmálin hér fyrir neðan.

==================================================================

Þannig er farið að til að panta gjafabréf:

1. Þú velur hvort þú ætlar að gefa grunnnámskeið eða sérnámskeið (3500 kr á mann frá 1.9.2018) – eða “Vín og Matur” (6000 kr á mann frá 1.9.2018) skv. birta dagskrá.

2. Þú sendir tölvupóst til [email protected] og gefur upp nafn/nöfn viðtakanda, heiti og dagsetningu námskeiðs  sem þú ætlar að gefa.

3. Þú millifærir upphæðina á reikning Vínskólans:

  • Reikn. nr 526-26-1952
  • kt: 101248 2169
  • og sendir tilkynningu úr heimabankanum á [email protected]

4. Vínskólinn sendir þér gjafabréfið í tölvupósti um hæl.

5. Það getur verið gott ráð að skrá viðtakanda á póstlista skólans um leið þannig að hann geti fylgst með dagskrá skólans.

Gjafabréf gilda fyrir tilgreinda námskeið og samkomulagsatriði ef þarf að breyta.

 

Scroll To Top