Home / Fróðleikur / Vín og ofnæmi

Vín og ofnæmi

Fyrir ári síðan birtist grein eftir okkur í Gestgjafanum um vín úr lífrænt ræktuðum þrúgum og drepið var litillega að ofnæmisþáttum sem fylgdu víni. Það er ágætis tilefni að fara aðeins dýpra um þessi mál þegar við erum að huga enn meir og venjulega að heilsu okkar eftir mikla át um hátíðarnar. Þessar upplýsingar eru einungis vísbendingar og eru þeir sem sýna ofnæmisviðbrögð að sjálfsögðu bent á að tala betur um þetta við sinn lækni.
Súlfít (brennisteinsblöndur) eru oftast kennt um allt illt í víni og menn og konur sem eru sérstaklega viðkvæm forðast þau eins og mögulega geta.

Nú er skylt að skrá á flöskumiðanum að vínið inniheldur súlfít – en flest gera það því það er enn ekki búið að finna aðferð eða efni sem kemur í staðinn, sótthreinsar og gerir vínið stöðugt. Í dag eru þessi súlfít mun minna í víni en hafa verið og eru notuð á réttan hátt og ættu ekki að hafa mikla áhrif nema á þá sem kenna sér mein eins og astma eða tengda ofnæmissjúkdóma. Súlfít eru vel mælanleg og leyfilegt hámarksmagn tilgreint í ESB reglum. Mörkin leyfð fyrir vottuð vín úr lífrænni ræktun eru mun lægra.

Annað efni er lúmskara og finnst mun víðar en í víni, heitir tyramín og er amínósýra sem finnst í náttúrunni þar sem tyrosine breytist í tyramín undir áhrif ensím sem kallast “monoacid oxídase”. Þetta gerist við gerjun, hvort sem hún er viljandi gerð (í víni, osti) eða ekki, til dæmis í matvæli sem er að gerjast vegna geymslu eða er að skemmast. Menn hafa mismikið þol fyrir tyramín og þetta þol getur einnig minnkað við inntöku lyfja af MAOI tegund sem hindra losun monoacíd oxídase (þuglyndislyf til dæmis). Tyramín virkar þá á blóðþrýstinginn og getur valdið höfuðverk og ofnæmisviðbrögð eins og kláða og roða í andliti og fleiri. Tyramín finnst eins og fyrr segir í ostum, pylsum og unnum kjötvörum, reyktu kjöti og fiski – um leið og þau geymast.

Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir tyramín getur þessi blanda margfaldað áhrif tyramín og ýtt undir sterkari ofnæmisviðbrögð.

Magnið af tyramín er misjafnt í vínum, virðist vera meiri í “iðnaðarframleidd” rauðvín, en er ekki auðvelt að mæla (neytendavænn mælir er á leiðinni er okkur sagt) þannig að best er að minnka magnið af þeim vínum og drekka helst ekki með þeim matvælum sem eru þekkt fyrir að innihalda tyramín.

Scroll To Top