Home / Fróðleikur / Molar

Molar

Eikartunnan og Gaulverjarnir
Gaulverjarnir voru fyrstir til að nota eikartunnu undir vínið, grikkir, rómverjar og aðrar Miðjarðarhafsþjóðir notuðu leirílát (anfóra).

Hvað þýðir alkóhól?
Al-khôl er arabískt orð. Úrgangur frá eimuðu víni, (sem þá var aðallega notað sem lyf eða í snytivörum) var feitt, fíngert og svart púður sem var notað til að mála augun. Enn í dag er “kohl” algengt heiti í augnablýanta. Úr arabísku hefur svo Al Kohl komist í spænsku þannig að gamla sögnin “alcoholarse” þýddi ekki drekka sig fulla heldur… mála á sér augun !

Terroir er franskt orð…
sem hefur verið erfitt að þýða á örðum tungumálum. Þetta er samspil jarðvegs, loftslags, manns sem gerir hvert vín einstakt.

Scroll To Top