Home / Fróðleikur / Marco Caprai frumkvöðull og hugsjónarmaður

Marco Caprai frumkvöðull og hugsjónarmaður

Marco Caprai

Marco Caprai

Hann er ferkar feiminn en samt allt að því prakkaralegur þegar maður kynnist honum betur – en hann er með virtustu víngerðamönnum heims, þrátt fyrir að koma frá svæði sem er ekki þekktast fyrir vínrækt og að vinna þrúgutegund sem var nánast óþekkt fyrir þrjátíu árum síðan. Marco er ein af þekktustu figúrunum frá Umbriu og hefur rifið sagrantino upp frá gleymsku, hann er andlit Arnaldo Caprai vínhússins.

Sagrantino
Ítalía er fjársjóðskista fyrir fjöldann allan af þrúgutegundum sem finnast ekki annars staðar og margar þeirra hafa sennilega þegar horfið – aðrar hafa það á hættu, enn aðrar þrífast bara þar eins og sangiovese eða valpolicella-þrúgurnar corvina, rondinella og molinara. Sagrantino finnst bara á afmörkuðu svæði í Umbríu (við bæina Montefalco og Bevagna suður af Perugia) og enginn veit hvaðan hún kemur, líklega þó frá Grikklandi eða Tyrklandi og líkjist hún ekki neinum öðrum tegundum. Nafnið bendir til þess að hún var mest notuð við helgiathöfn, þá sem “passito” vín, þrúgur þurrkaðar og pressaðar í sætvín. Þrúgan er erfið viðureignar, hýðið þykkt, þroskast frekar seint, hefur hátt sykurinnihald og heimtufrek á jarðveginum. Til hvers vera að rifa hana upp og vilja gera vín úr henni sem fer í beina samkeppni við aðrar auðveldari tegundir? Það er saga Caprai fjölskyldunnar.

Arnaldo Caprai
Umbría héraðið er græna hjartað Ítalíu, gjöful sveit þar sem landbúnaður er aðalmálið. Arnaldo Caprai, faðir Marcos, áskotnaðist landareign fyrir nær 40 árum síðan, en fjölskyldan er þekktari (eða var) fyrir tekstíliðnaðinn, lín, léreft og blúndur í háum gæðaflokki En landareignin var spennandi, vínekrur þar sem mest allt var sagrantino, klippt eftir sérstakri aðferð sem kallast ‘palmette’ og var vínviður hár og á tveimum hæðum – en oft nánast úrkynja. Arnaldo, sem sannur jöfur, stækkaði þessa landsspildu, sá möguleika sagrantino fyrir og 1988 treysti hann syni sinum Marco í þetta ævintýri, að gera alvöru og nútímavíngerð út frá þessu. 1971 var Sagrantino di Montefalco skráð sem DOC, og einu skrefi lengra 1992, sem DOCG. Ævintýrið mátti byrja af alvöru.

Hugsjónarmaðurinn Marco Caprai
Til að gera “alvöru” vín úr sagrantino, þurfti fyrst og fremst að þekkja þrúguna betur. Marco, sem sér í það minnsta 20 ár fram í tíma og vinnur án þess að slaka á nokkrum kröfum, breytti hluta af landareigninni í tilraunastöð í samstarfi við háskólann í Milanó: ýmsar klippingaraðferðir eru prófaðar, klónategundir eru rannsakaðar, jarðvegurinn og loftslagið og áhrif þeirra eru skráð vandlega, vínviður er ræktaður frá fræjunum til að skrá hvernig ýmis afbrigði haga sér og finna “móðurplöntu”. Öll þessi ótrúleg vinna hafði eitt markmið: að sanna að þessi óþekkt þrúga gat gefið af sér vín á heimsmælikvarða. Og viðurkenningin lét ekki á sér standa, u.þ.b. 20 árum eftir að Arnaldo Caprai var stofnað: “riserva” Sagrantino di Montefalco 1993 var gert í tilefni 25 ára afmæli Arnaldo Caprai – og sló gjörsamlega í gegn. Frá þeim tíma hefur stjarna Marcos staðið mjög hátt á himni vínrýna og –áhugamanna, “25 anni” (nafnið festist við það) vinið hefur fengið 3 glös í Gambero Rosso, Slow Food vínbókina virtu ár eftir ár, og Arnaldo Caprai var vínhús ársins 2006 hjá þeim sömu. Fyrir utan 25 anni eru mörg frábær og karakterrík vín frá Caprai, Collepiano (sagrantino), Montefalco Rosso (sagrantino og merlot), Grecante hvítvínið (grecchetto) sem bera sterkt merki vínhússins.
Þessi viðurkenning fyrir áður óþekkta þrúgu hafði afdrífaríkar afleiðingar. Frá þeim tíma foru menn að gefa staðarþrúgunum meira gaum um alla Ítalíu og mörg vín hafa séð dagsins ljós í kjölfari, eins og Nero d’Avola, Inzolia, Grecanico frá Sikiley. Þökk sé Marco.
En það sem er athyglisverðast hjá Marco er hversu sterkt hann og vínhúsið eru tengd inn í Umbriu samfélagið. Veitingahús, olífuolíuframleiðendur, svínaræktendur, hóteleigendur – allir mynda eina heild þar sem Marco er kjölurinn og kom það best í ljós þegar opið hús var hjá honum í lok maí: 1450 manns mættu á “Mangialonga”, löngu matargönguna, þar sem Arnaldo Caprai bauð uppá mat og skemmtun á 5 km göngu í gegnum vínekrurnar. Gera aðrir betur…

Scroll To Top