Home / Fróðleikur / Lög og reglur kampavín

Lög og reglur kampavín

= AOC CHAMPAGNE =

Forsendur.

Terroir.
Samofinn þáttur sögu, manns, lands og loftslags sem einkennir svæði.

Loftslag.
Mjög norðarlega, harðir vetur, mild sumur, nægileg rigning en samt sólríkt.

Landslag.
Jarðvegurinn er kalkkenndur, hvít krít sést víða. Rigningin hefur greiða leið niður um bergið og ræturnar fara djúpt.

Þrúgutegundir.

Fyrstu tegundirnar, löngu horfnar, voru “gouais” (rauð þrúga) og “fromenteau” (gáfu tært hvítvín). Í dag (frá 1927) eru eingöngu leyfðar Chardonnay, Pinot Meunier, Pinot Noir og tvær aðrar tegundir svo til horfnar líka (arbanne og petit meslier)

Landsvæðið.

1927 er Champagen svæði opinberlega afmarkað þar sem söguleg nýtni jarða undir vínrækt er lögð til grunns.

A.O.C. (appellation d’Origine Contrôlée)

1935: lög um AOC í vínsvæðunum, m.a. Champagne, sem gefa “terroir” löglegan ramma og tilverurétt.
1936: Champagne er orðið AOC fyrir 399 sveitafélög, sem eru í dag 317.

Tækilegar reglur.

1918: ákveðin klippinga- og bindingaaðferð fest með lögum.
Föst dagsetning fyrir uppskeru, fyrir hvert “Cru” og hverja þrúgutegund.
Hámarks þéttleiki vínvíðarins á hverjum ha (8-9000 st./ha)
Lágmark alkóhólprósenta.
1984: Skylda að setja vínið á flösku eftir 1. jan. árið eftir uppskeru.
1997: Lög um geymslu kampavínsins: venjulegt kampavín (ekki árgangs) verður að vera minnst 15 mánuði í flöskugerjun liggjandi, árgangskampavínð 3 ár.
(margar aðrar reglur eru til, sjá ítarlegt efni á www.champagnes.com )

Báráttan um Champagne nafnið.

AOC lögin, sem eru upprunnalega frá Frakklandi, hafa verið viðurkennd fyrst í Evrópu þar sem hvert land hefur sitt heiti samsvarandi AOC og smám saman um allan heim. Það var þó ekki fyrr en um 1970-75 sem farið var í strið við framleiðendur t.d. í Georgíu og Bandaríkjunum sem notuðu Champagne heiti fyrir freyðandi vínin sín. Fyrsta dómsmál sem höfðað var um heiti Champagne var 1960 í Englandi gegn spænskum framleiðendum og “Spanish Champagne”.
Næsta skrefið hefur verið að banna notkun “Méthode Champennoise” sem lýsti framleiðsluaðferð kampavínsins, tvöföld gerjun og seinni gerjun á flösku. Notast er við “Méthode Traditionnelle” í dag, þar sem þessi aðferð er skiljanlega frekar kostnaðarsöm en tákn um gæði líka.
Nokkur fræg dæmi önnur eru um misnotkun á nafni Champagne: eldspýtur, sigarettur, ölkelduvatn, cola-drykkir, eru meðal vara sem hafa fengið bann við notkun nafnsins. Frægasta og nýlegasta dæmið er kannski Yves Saint Laurent, sem varð 1993 að breyta nafni á nýjasta ilmvatni sínu “Champagne”.

Réttlát barátta eða úrelt íhaldsemi?
Það má kannski spyrja sjálfan sig hvort þessi barátta Champagne-manna er úrelt íhaldsemi eða hvort hún er réttlætanleg  til að varðveita ímynd kampavínsins og aldargamlar aðferðir sem hafa skapað það sem er í dag glæsilegasta freyðivín heims. Markaðsöfl vildu gjarnan notfæra sér þessa frægð – en hvernig væri heimurinn ef hvaða freyðivín sem er heitir Champagne? Tvímælalaust fátækari…

Scroll To Top