Home / Fróðleikur / Framleiðsluaðferð kampavíns

Framleiðsluaðferð kampavíns

= MÉTHODE CHAMPENOISE =

Gerjunin

Fyrsta gerjunin á sér stað í dag í stáltönkum hjá flestum framleiðendum, sumir nota ámur en í litlu mæli. Hún er venjuleg gerjun, stundum fylgt eftir með “malolactique” gerjun (mýkir vínið og gefur því þennan smörkennda keim).

Blöndun

Eitt af mikilvægustu skrefum í framleiðsluferlinum. Hvert kampavínshús hefur tileinkað sér ákveðinn “stíl” og blandan af þrúgum, vínum, árgöngum er lykilatriði í þessum stíl. Sum kampavín geta verið blanda af 70 mismunandi vínum! Hér eru “nef” víngerðarmannsins jafn mikilvæg og nef ilmvatnsiðnaðarins.

Liqueur de tirage

Blanda af víni, geri og sykri í mjög nákvæmu hlutfalli (og síbreytilegu eftir einkenni vínblöndunnar) er bætt út í vínið sem er tilbúið í að fara í gerjun nr. 2. Aukager til að gangsetja gerjunina, aukasykur sem ger nærist á.

Gerjun nr. 2

Hún á sér stað í flöskunni (eins og gerðist óvart fyrr á öldum) og við hana myndast loftbólurnar – sem eru koltvísýringur, og alkóhól. Flöskurnar liggja til að gefa gerinu stærra fleti til að fjölga sér og vinna. Tapparnir sem eru notaðir þá eru til bráðabirgða.

Remuage

Þegar vínið er tilbúið, verður að losa það við gerið sem er þá dautt. Flöskunum er snúið við á mjög sérstakan og námkvæman hátt, lítið í einu á sérstökum stöndum sem eru kallaðir “pupitres”, þangað til flaskan er lóðrétt, tappinn niður. Þá hefur gerið safnast fyrir við tappan. “Remuage” hefur verið sérstarf hjá kampavínshúsunum og krafist nákvæmni, næmni og… þolinmæði. Nú til dags er þetta á flestum stöðum vélvætt.

Dégorgement

Tappinn og gerið eru tekin burt með því að dýfa snöggt flöskuhálsinn í frostlög (köfnunarefnikælt).

Liqueur d’expédition

Þá fyrst er bætt útí vínið sykurblöndu (ef þarf) sem gerir kampavínið af Demi Sec eða Brut.

Átöppun

Korkurinn eins og við þekkjum hann er þrýstur inn í flöskuhálsinn, virnet og hettan innsigla svo að lokum.

Kampavínið er eiginlega tilbúið en það hefur tekið langan tíma: vínið  þarf að þroskast í flöskunni til að gerjast í annað sinn. Reglurnar segja til um það, NV (non vintage, venjulegt kampavín) verður að liggja minnst 15 mánuði á flösku áður en það kemur til okkar. Árgangs kampavín verður að liggja í 3 ár minnst. Flest góð kampavínshús eins og Laurent Perrier leyfa víninu að liggja mun lengur: 3-4 ár fyrir NV og upp undir 10 ár fyrir árgangsvín.

Þar spila vínkjallarar aðalhlutverkið: endalaus göng sem eru grafin í kalkbergið hafa kjör hita- og rakastig sem hafa reynst kampavíninu best.

 

Scroll To Top