Home / Fróðleikur / Didier Daguenau, besti Sauvignon Blanc framleiðandi í heimi?

Didier Daguenau, besti Sauvignon Blanc framleiðandi í heimi?

Didier, sonur hans Benjamin

Didier, sonur hans Benjamin

Sérvitringur? Hann hefur allt útlitið til að fá okkur til að halda það, en um leið og vínin hans og víngerð verða umræðuefni, er hann eins og allir hinir betri víngerðamenn: eldhugi og einstakur fagmaður – af ’68 kynslóðinni.

Pouilly Fumé … í Loire dalnum.
Didier Daguenau býr í litlu þorpi sem heitir Andelin, nokkrir kilómetrar frá Pouilly-sur-Loire þar sem menn hafa ræktað sauvignon blanc í aldaraðir undir heiti Pouilly Fumé. Hinum megin við Loire ána, sem er ekki enn breiða fljótið sem það verður neðar, er annar bær sem lífir á sauvignon blanc: Sancerre. En Pouilly-sur-Loire hefur mjög sérstakan jarðveg: kalkblandaður þungur leir með mikið magn af tinnusteinum – hnullungar sem virka óraunverulegir í vínekru. Af hverju í ósköpum datt mönnum í hug að rækta vínvíð á þessum þunga jarðveg og þar að auki svo grýtt? Þessir steinar eru skýringin á Fumé heitinu sem bætist við Pouilly-nafnið: reykur þýðir það, reyklyktin sem kemur af steinunum því þeir voru notaðir af forfeðrunum okkar til að slá neista með þeim og kveikja eld.
Daguenau nafnið er á öðru hvoru húsi í Andelin, afi hans Didier og frændur eru eða hafa verið víngerðamenn, en hann fékk allt og sumt 1 ha land í arfi og byrjaði vínrækt með tvær hendur tómar. Smám saman keypti hann ekrur, clos (ekru afmarkaða með steinveggjum), byggði hús, vínkjallara, fjárfesti í tæki og tól, og síðast en ekki síst, byrjaði að senda ótrúleg vín á markaðinn. Nöfnin voru ekki vanaleg heldur: Pur Sang heitir eitt (bókstaflega “hreinræktað hestakyn”), Cuvée Silex annað (kennt við flintsteininn), Buisson Renard þriðja (nafn ekrunnar) – og varla að trúa að sama þrúga geti gefið svo mismunandi vín. Þau eru öll tær, afar ilmrík (ekki neina grænir, aspars- eða grastónar þar…) með mikla fyllingu og einstaklega fersk, sýran er mikil og fullkomlega þroskuð, þessi mikil vín risa upp eins og Cuvée Silex eða breiða fallega úr sér eins og Buisson Renard, og árgangarnir eru gríðarlega mismunandi. Hér er það sem Didier Daguenau stendur fyrir: láta náttúruna móta vínið og vera verkfæri hennar, hann fer eftir bíodýnamískri hugmyndafræði (lífefld) án þess að láta læsa sig í lagalegum ramma, vínin geymast í 12 til 18 mánaða á eikartunnu en eru ekki “eikuð” og gerjast sjálf á þeirra hraða, í vínekrunum er hóflegur þéttleiki plantna og jarðvegurinn haldinn lífandi. Það sem náttúran gaf á árinu finnst í lokin í flöskunni, ekkert er gert til að leiðrétta sýrustigið eða ávöxtinn, öll vinnan er gerð í vínekrunni.

Bestur í heiminum?
Það er alltaf ys og þys hjá Didier, sonur hans Benjamin vinnur með honum og hraðinn er nokkuð mikill í kringum þá feðga. Eins og Decanter hefur eftir Didier, ef sonurinn ætlar að stofna eigið vínhús, lánar hann honum kannski dráttarvél fyrsta árið, en hann verður að standa fyllilega á eigin fótum og ekki reikna með því að fá silfurskeið í munninn. Þeir feðgar eiga annars vínekrur í Jurancon í Suðvestur Frakklandi, þar sem framleitt er sætvín með apassimiento aðferð, sem þeir kalla “Garðar Baylóníu” – ferkt og fágað vín úr petit marseng þrúgunni.
Á bílastæði við húsið stendur splúnkunýr Bentley: nokkrir breskir viðskiptavinir í heimsókn. Víngerðakona frá Chile rennur í hlað og stekkur í hálsinn á Didier: hún vann hjá honum í 1 ár til að læra meðferð á sauvignon blanc. Við Íslendingarnir erum að kveðja með stjörnur í augunum. 15 ha af franskri sveit á heimsmælikvarða, víngerðamaður sem fer aldrei auðvelda leiðina, uppreisnarhugur sem er álitinn vera besti sauvignon blanc víngerðamaður í heimi.

(Febrúar 2008 – Didier Daguenau fórst í fisflugi haustið 2008, Benjamin tók við, og heimurinn er einum snillingi fátækari)

Scroll To Top