Home / Vínferðir / Ferðin til Jerez – í landi sérrísins

Ferðin til Jerez – í landi sérrísins

Þegar maður nefnir Jerez á nafn, kemur tvennt upp í hugann: sherry og hestar frá Andalúsíu. Og þegar maður kemur til Jerez er það tilfelli, hestar og sherry eru alls staðar sjáanleg. Fallegir tunnustaflar strax á flugvellinum, fallegar hestastyttur (og tunnustaflar!) á öllum torgum.
Það var sérríið sem var þema hópsins sem fór til Jerez með Vínskólanum í lok september, en við fengum fallegan sumarauka í kaupbæti og komumst einnig í námunda við þessar fallegar skepnur sem Andalúsíu-hestarnir eru. Ferðin var farin í gegnum London og beint til Jerez með Ryan Air (þeir sjá um aðhald í matarmálum, svo þröngt getur verið á milli sæta!), og við gistuðum fyrstu nóttina í El Puerto de Santa Maria rétt 15 mín. frá Jerez. Sérrí er framleitt eingöngu í þrihyrningi sem afmarkast af Jerez de la Frontera, El Puerto í suður og Sanlúcar de Barrameda í vestur. Við vorum komin í gyllta þríhyrninginn!
Sunnudagurinn var varinn til að skoða sig um, bæði í El Puerto og Jerez, sem eru báðar mjög fallegar borgir, hvítar og okkurgular, mikið af fallegum byggingum og kirkjum, lífsglatt fólk (og hávært!) – það var líka aðlögun við matmálstíma Spánverja, sem átti eftir að koma sér vel.

Á mánudeginum byrjaði dagskráin, reyndar á spaugilegu atviki þar sem Framleiðsluráðið (Consejo Regulador) var búið að bóka okkur kl. 10 um morguninn en hafði greinilega yfirsést að sá dagur var einn af þeim mörgum þar sem var “la fiesta” í Jerez – sem sagt frídagur. En það var margt framundan og við tókum stefnuna til El Puerto aftur, þar sem bílstjórinn vildi endilega fara í hæfnispróf um þröngar götur borgarinnar en skilaði okkur til Osborne. Þvílíkar móttökur! Við fórum um fyrirtækið – þessar bodegas eru óneitanlegar tignalegar og fallegar – og tókum fyrsta smakkið okkar, þar sem engu var til sparað. Við vorum farin að gera okkur grein fyrir hversu fjölbreyttur heimur sérrísins gat verið, og frá Fino í Oloroso, Amontillado og þaðan yfir í 30 ára gömul vín (sumt eldra, þar sem þurfti að fá leyfi frá El Presidente til að opna flösku) – flugeldasýning. Við fengum að hitta el Presidente, Don Tomas Osborne sjálfum, og gestrisni Andalúsíu-manna kom vel í ljós. Fordrykkur og Jamón Ibericó (sér valið af séralinni svinahjörð) – við höfðum betur farið varlegra í það allt þar sem 7 rétta máltíð beið okkar á besta veitingastað svæðisins, El Faro. Einstaklega athyglisvert þar sem hver réttur var settur saman til að passa við eina tegund af sérrí. Og það gerði það svo sannarlega. Þegar klukkan var að nálgast 17 þurftu allir að rjúka, gestgjafinn okkar í flug og við á næsta bodega – fáir náðu að innbyrgja eftirréttinn og einn sat eftir í þeirri von að fá líka eftirrétt . Sem sagt heimsókn og kvöldverðaboð framundan og við meira en södd – það þýddi ekkert að kviða fyrir!!
Carlos Gonzalez Gordon, hinn ljófi erfingi Gonzalez Byass fjölskyldunnar, beið eftir okkur og leiddi okkur um þorpið sem Bodega myndar í miðborg Jerez, þúsindir af tunnum, Tio Pepe alls staðar og allt svo fallegt og vel hirt. 210 000 manns heimsækja Gonzalez Byass árlega, túristalest fer um svæðið – það er algjörlega ómissandi að kíkja þar ef maður á leið um Jerez. En við fórum í smökkun í mjög skemmtilegu umhverfi, tjöld eins og þau sem sláið eru upp í La Feria (stóra) í maí á hverju ári. 14 vín biðu eftir okkur, hvert annað skemmtilegra, við vorum þá þegar sannfærð um að sérrí var mikill heimur. Allir framleiða að grunni til það sama, en hver framleiðandi verður að finna leið til að aðskilja sig frá hinum, þá eru gæðin og markaðssetningin sem hafa margt að segja. Risar eins og Osborne og Gonzalez Byass þurfa þess varla. Þessar höfðinglegu móttökur enduðu svo í skemmtilegum og hóflegum (eða hvað?) kvöldverði í miðborg Jerez.

Næsta dag var farið í Valdespino, sem fyrir stuttu var keypt í José Estevez Bodega, og stendur á fallegum stað rétt fyrir utan borgina. Þar er meira en sérrí: hrossarækt af þessu glæsilega kyni, listasafn (ekki minna en Picasso og Miró á veggjunum!) – José Estevevez myndar sannkölluð menningarmiðstöð. Þar var allt undir merki gæða, sagt er að vínið gerjist í eikarámum – og margt var ansi flott í smökkuninni, sérstaklega vorum við hrifin af Manzanilla (sem kemur reyndar frá Sanlúcar) og Palo Cortado. Það vín virðist vera “slys” sem enginn kann skýringu á, allt í einu breytist Oloroso og víngerðamaðurinn tekur tunnurnar til hlíðar – í þeim verður Palo Cortado. Sjaldgæft en gegnumgangandi besta sérríið.

Norðmaður tók á móti okkur á næsta stað, John Nordahl, fyrir hönd Bodega Fernando de Castilla. Hágæðaframleiðandi, þekktur fyrir brandíið sitt sem við fengum að smakka frá því það kemur inní tunnu þangað til það er búið að fara í gegnum “solera” kerfið, í mörg mörg ár. Það bar aðeins á háðsfulgi í honum þegar hann talaði til dæmis um aldur sérrísins sem er sett á markaðinn (sjá útskýringar fyrir neðan um framleiðsluferli sérrísins) – en bauð okkur svo í mat á þessum heita degi, yndisleg stund þar sem við ræddum um heiminn (heim sérrísins) og geiminn.

Síðasta deginum var varið í Sanlúcar de Barrameda, 30 km frá Jerez, strandbæ sem stendur við ós Guadalquivir árinnar sem rennur í gegnum Cordobá og Sevilla. Þar er nefnilega framleitt sérrí sem ber heitið Manzanilla en ekki Fino, þar sem “flor” gersveppateppið sem leggst á vínið í tunnunni tekur í sig seltu frá vestanvindum og Atlantshafinu. Manzanilla verður ívið léttara sérrí og með vott af seltu og joð. Þar heimsóttum við stærsta fyrirtækið, Barbadillo sem er samansafn af minni bodegum sem hafa sameinast og eru í mörgum húsum vítt um borgina. Þar er framleitt vinsælasta hvítvín Spánar, Castillo de Barbadillo, úr Palomino Fino – ferskt, einfalt og gott þegar maður drekkur ekki Fino eða Manzanilla með matnum!! Fjölbreyt smökkun þar líka og konunglegar móttökur, fengum að smakka af einni tegund Pedro Ximenez (sæta vínið) sem rússar hafa svo til einokað – enda umbúðirnar einstaklega flottar og vínið frábært.

Ferðin endaði á hlaupum hjá Delgado Zuleta í Sanlúcar, sem var sýnd því þar var líklega besta sérríið sem við smökkuðum, fágað, magnað, frá fjölskylduframleiðanda. En við lofuðum að koma aftur!

Eftir að hafa smakkað stanslaust gæðasérrí í 3 heila daga (60 tegundir eða fleiri) vorum við sjálfsagt farin að biðja eingöngu um Fino eða Manzanilla við allar máltíðir þar sem við vorum ekki í boði einhvers. Bara af því þetta var gott og passaði ótrúlega vel við matinn. Og við gátum gert okkur mun betri mynd af sérríheiminum, sem er furðulega vanmetinn viða um lönd. Þurrt en ekki súrt, Fino eða Manzanilla eru bestu matarvín – eða fordrykkir með reyktum laxi, salthnetum, ólífum,…

Við komum heim, sæl og ríkari, með fyrirheit við sjálf okkur um að vinna að því að bæta sérrímenninguna á heimavelli !

Scroll To Top