- Véronique dóttir hans René Muré, víngerðakona.
- FLESTAR TUNNUR ERU 4-500 ÁRA GAMLAR…
- Tunnurnar bera nöfn hjá René Muré
- og eru glæsileg smiði, fjölskyldugripir
- PAUL BLANCK
- Vínekrurnar fyrir ofan Sigolsheim (Paul Blanck).
- Vínekrurnar í Hunawihr.
- Vínviðurinn tilbúinn til að blómstra.
Ferðin til alsace – 19.-23. maí 2006
26 íslendingar alls lögðu af stað þ. 19. maí áleiðis til Alsace, í gegnum Frankfurt-hahn með Iceland express. gist var á 3* hóteli í Kaysersberg, les remparts, hótelstýran Christine reyndist öllum mjög vel og leysti með gjöfum við brottför.
Fyrsti dagurinn var fyrst farið til Maison des Vins d’Alsace, Hús Framleiðandasamtakanna, og Thierry Fristch, gamall Íslandsvinur sem hefur séð um Alsace Norðurlandakeppnina í gegnum árin, tók á móti okkur og stikaði á stóru um héraðið og vínframleiðsluna. Leiðin lá svo til Domaine WEINBACH, fyrsta af 7 bestu framleiðendum Alsace sem við áttum eftir að kynnast. Við smökkuðum 10 vín í vínkjallara húsins, hvað annað betra. Snöggur hádegisverður í Riquewihr (flammenküche fyrir flesta!) og Dopff et Irion beið eftir okkur, jafn mörg vín í smökkun. Í næsta þorpi Ribeauvillé tók Hubert TRIMBACH á móti okkur, í þessu einstaka húsi og vínkjallara, allt í röð og reglu og tandurhreint. Við þurftum að stoppa hann við 10. flöskuna, sem var mjög erfitt því vínin voru í algjörum sérflokki, en við sluppum ekki fyrr en við tókum lagið með honum svo þakið lyftist!
Kvöldið var yndislegt í Bergheim, rétt við Ribeauvillé, “Chez Norbert”: foie gras og sveitamatur, eins vel útfært og kostur var, einfalt og ljúffengt. Þarna sannaðist gildi Alsace vína við alla rétti, gæsalifrakæfu jafnt sem fiskirétti eða moðsoðnu andalæri.
Sunnudagurinn var frekar svalur en við tókum stefnuna á Haut Koenigsberg kastala, sem hefur verið til skiptis franskt og þýskt eins og allt svæðið, var eyðilagt endanlega af Svíum (af öllum) á 17. öld og endurreist 1904-08 af Þjóðverjum sem ætluðu sér að nota hann sem tákn um útbreiðslu ríkisins. En fyrra heimsstyrjöld breytti öllu og Frakkar fengu kastalann afhentan nýendurbyggðan 1918.
Við stoppuðum við kirkjuna í Hunawihr (þar sem frægasta ekra Trimbach, Clos Ste Hune, er að finna), dásamlega falleg innan um vínekrurnar, röltuðum um og sumir lögðu af stað heim fótgangandi í sumarveðri.
- Hubert TRIMBACH OG VÍNIN HANS GLÆSILEGU
- … og Thierry FRITSCH, fyrirlesari, kennari m.m.
- Mörg smáatriði voru einstök.
- Pressa frá XIII. öld (René Muré)
- RENÉ MURÉ
- Brunnurinn hjá Domaine Weinbach
- Önnur pressa, við Maison des Vins d’Alsace
- Philippe BLANCK les í landslaginu, rigning á leiðinni.
- MAISON TRIMBACH
- Brunnurinn hjá Léon Beyer.
- Yann BEYER, VÍNGERÐAMAÐUR, 14. KYNSLÓÐ .
- LÉON BEYER
Mánudagurinn, síðasti dagur okkar í Alsace, rann upp heiðskýr – langur dagur fyrir bragðlaukana. Pfaffenheim var næsti áfangastaðurinn og Patrick Doucet, enn einn Íslandsvinur (hann kom til Íslands í frí 2005) leiddi okkur um þetta fyrirmynda samlag, þar sem allt er handtínt og unnið í flottu umhverfi. Við fengum svör við margt sem lá á hjarta og smökkuðum 6-7 vín, hóflegt og passlegt.
Næst var René Muré, lítið fjölskyldufyrirtæki og dóttir Renés, Véronique (sem var í fríi á Íslandi fyrir nokkrum árum !) fór með okkur um vínkjallarann og leiddi smökkun sem hreif mönnum uppúr skónum. Allt öðru vísi vín og ljúffeng.
Snöggur hádegisverður í Eguisheim og Léon Beyer opnaði dyrnar fyrir okkur, Yann (14. kynslóð víngerðamanna í karlleg) tók fram að það var ekki vanalegt því þeir eru svo fáir að þeir gætu ekki framleitt vín ef það ætti að vera opið hús reglulega. Þar voru vínin 10 og varð að stoppa hann líka, þvílík var ástríðan að kynna vínin frir okkur.
Þessi dagur endaði svo hjá síðasta risanum, Paul Blanck í Kientzheim rétt hjá Kaysersberg, sem spurði hvað okkur langaði að smakka, og endaði með að opna bestu vínin sín, Grand Cru sem við svo fórum að kíkja á, þangað til rigningin rak okkur burt.
- Kaysersberg
- og Hubert TRIMBACH sem stýrði sönginn “My bottle is over the ocean…Bring back, bring back, bring back my Trimbach to me, to me…” !!
- Þarna var eitthvað – eitt enn – svo fallegt eða merkilegt (Hunawihr).
- Haut Koenigsberg kastalinn, frá XII. öld en endurbyggt af þjóðverjum 1904-08
- Fararstjórinn Dominique í ham.
- DOMAINE WEINBACH – eða Colette FALLER og dætur
- Kaysersberg
- MAISON DES VINS D’ALSACE – KENNSLUSALURINN
- Patrick DOUCET, ÍSLANDSVINUR.
- Ribeauvillé
- Catherine Faller
- CAVE DE PFAFFENHEIM, STÓRT SAMLAG EN STÓR FJÖLSKYLDA
- Storkurinn var á mörgum þökum og kirkjuturnum.
- Kirkjan í Hunawihr, frá XII. öld, sem kaþólikkir og mótmælenndur nota í dag sameiginlega.
- Hópurinn í Pfaffenheim Grétar bílstjóri t.v. Patrick Doucet í miðjunni með bindi.
- Skiltin á götunum eru viða hrein listaverk.
- Eguisheim
- Rútan hans Grétars Hanssonar – “Reykjavík-Ísland” fyrir framan Hótel des Remparts í Kayserseberg
Síðasti kvöldverður verður eftirminnilegur þar sem 1 kona í sal og 1 kokkur í eldhúsinu sáum eins og ekkert væri um 26 svanga og áhugasama Íslendinga. Og þvílíkur matur !
Við kvöddum Alsace með söknuði, eftir ánægjulegustu hvítvínsbaði eins og sumir orðuðu það. Flestir eru þegar að skipuleggja næsta ferð þangað, aðrir næsta vínferð !
Myndir: Sigvaldi Thordarson og Dominique Plédel Jónsson