Home / Fréttir / Dagskráin fyrir vorið 2016

Dagskráin fyrir vorið 2016

Slide1Dagskráin fyrir vorönn 2016 er komin á sinn stað undir “næstu námskeið”. Þau verða öll á Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti 16 (Fjalakettinum), einnig Vín og Matur í Vínskólanum námskeiðin. Nokkrar nýjungar:
Ferðalag um Spán og Ferðalag um Ítalíu, sem eins og Ferðalag um Frakkland, munu bjóða mat og vín frá mismunandi héruðum í þessum löndum og leyfa mönnum að kynnast fjölbreytileika sem fyrirfinnst þar:
– Vínin frá Piemonte og Chianti og Chianti Classico eru sérnámskeið þar sem verður farið dýpra í þessi héruð, úrvalið er orðið gott eða (Chianti) framúrskarandi og gefur möguleika að bera vínin saman;
– Hvítvín frá Spáni eins og Albarino, Verdejo eða hvítvínin frá Rioja eru alveg þess virði að kanna betur – sama gildir um Vínin frá Rhône dalnum.

Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi!
Skrá sig: dominique (hjá) vinskolinn.is þar sem @ kemur í staðinn fyrir (hjá)…
Allar nánari upplýsingar hér: almennar upplýsingar

Scroll To Top