Home / Fréttir / Dagskráin fyrir haustið 2017 komin!

Dagskráin fyrir haustið 2017 komin!

Vonandi hefur sumarið verið hið ánægjulegasta hjá öllum, sennilega hafa einhverjir haft tækifæri til að fara og njóta lífsins í vínhéraði. Við ætlum að bjóða ykkur að framlengja þessa upplífun í gegnum dagskrá okkar í haust. Dagskráin er hér.

Ferðalag til Ítalíu og til Frakklands í mat og vín, kynnast betur vínin frá Portúgal eða Chablis – eða portvínin, en líka grunnnámskeið fyrir þá sem vilja fá góðan grunn til að fara í eigið ferðalag. Nýtt í haust verður námskeið um sushi og vín sem kemur örugglega á óvart, einnig um Miðjarðarhafið í mat og vín sem fer kannski um ótroðnar slóðir. En við byrjum á því að hjálpa íslenskum bændum að halda áfram að sjá okkur fyrir besta lambakjötið í heimi (er það ekki bara?) með námskeið þ. 19, september:  Lambið okkar á marga vegu og vínin með. Þá er bara að skrá sig á póstlista til að fylgjast með, og velja námskeiðið sem mann langar í.

Scroll To Top