Home / Fréttir / Dagskrá fyrir haustönnina komin

Dagskrá fyrir haustönnina komin

Það var erfiðara en virtist i fyrstu að standa við loforðið um að tilkynna snemma um haustnámskeiðin – aðalástaða fyrir því er að Vínskólinn er nokkuð háður öðrum til að festa dagsetningarnar. Þetta er þó alveg skýrt nú, við verðum á sama stað og höfum verið undanfarið og úrval námskeiða er fjölbreytt.

Við höfum breytt verðunum, hækkunin er 500 kr: verðið hefur staðið óbreytt í að minnsta kosti 3 ár og þegar allur kostnaður okkar hækkar, verðum við því miður að láta það ráða ferðinni. Námskeiðin “Vín og matur” kosta nú 6000 kr í staðinn fyrir 5500 kr, og einn flokkur verður í staðinn fyrir tvo þegar enginn matur er með, þannig að grunnnámskeiðin og sérnámskeiðin munu kosta það sama, 3500 kr.

Eins og hefur verið undanfarið, munu gjafabréfin okkar vera gefin út á ákveðið námskeið en ekki sem opin bréf. Að sjálfsögðu erum við lípur og skoðum það ef viðtakandi óskar eftir því að skipta í annað námskeið.

Dagskráin er hér.

Scroll To Top