Home / Fréttir / DAGSKRÁ FYRIR HAUSTIÐ 2015 KOMIN !

DAGSKRÁ FYRIR HAUSTIÐ 2015 KOMIN !

Slide1Fæðingin var kannski dálítið erfiðari en venjulega, af ýmsum ástæðum, en nú er allt komið á sinn stað og dagskráin loks tilbúin. Fyrstu námskeiðin eru pöntuð af sérhópum en nóg er úr að velja fyrir alla. Ný námskeið sem við erum mjög spennt fyrir: Chianti og Chianti Classico (þar sem við munum bera saman mismunandi framleiðendur), Vínin frá Piemonte (Barolo, Barbaresco, Barbera, Dolcetto…) sem eru farin að skila sér í vínbúðunum og loks eitt námskeið í samstarfi við 2 birgja: við ætlum í smá ferðalag um “náttúruvín” sem fara lengra en lífrænu vínin, en smökkum í leiðinni lífræn vín og lífefld.

Þau eru einnig á dagskrá námskeiðin sem fyllast alltaf: tapas og spænsk vín, Ítalía vín og matur, of Ferðalag um Frakkland, Alsace og fleira. Nú er bara að skrá sig!

Scroll To Top