Home / Fréttir / Dagskrá 2017 er komin, margt nýtt

Dagskrá 2017 er komin, margt nýtt

2017Dagskráin fyrir vorið 2017 er komin á sinn stað, undir “Næstu námskeið” og margt nýtt er að finna í henni, aðallega í “Vín og Mat” námskeiðunnum en líka í sérnámskeiðum þar sem tekin eru fyrir eitt hérað eða eitt land.

Bordeaux verður aftur á dagskrá, bæði Vín og matur frá Bordeaux og fræðsla um þetta magnaða hérað. Farið verður einnig aðeins óvenjulegri leið í samsetningu víns og matar, með því að ganga útfrá víninu: Sauvignon Blanc með mat (31. jan.) er einstaklega spennandi því Sauvignon Blanc vínin eru afskaplega mismunandi – og parast með margt annað en bara fisk. Sömuleiðis verður Riesling með mat (23. mars) mjög spennandi, af svipuðum ástæðum. Freyðivín, þar með kampavín, njóta sín með meira en jarðaber, og mismunandi eftir tegundum (6. apríl).

Þá eru ónefnd námskeið til að fræðast um hvít- og rauðvín frá Spáni (ekki bara Rioja!), og annað um vín frá Toskana. Grunnnámskeið verða líka á sínum stað, Listin að smakka, Matur og vín og Þrúgurnar sem er alltaf gott að leita til.

Það er langt síðan dagskráin hefur verið svo glæsileg, og við vonum að hver og einn mun finna námskeið sem hentar, þar sem fróðleikur og skemmtun sameinast.

Scroll To Top