Home / Fréttir / Chianti Antinori 1961

Chianti Antinori 1961

Það er ekki alveg á hverjum degi sem við opnum flösku frá 1961 á námskeiði í Vínskólanum – hvað þá að það sé nemandi sem hafði komið með flöskuna til að fá úr því skorið hvort hún væri ónýt eða ekki.

Sem hún var aldeilis ekki. Þetta var Chianti frá Antinori, sem sagt frá 1961 sem var reyndar mjög góður árgangur. En á þeim tíma var Chianti Classico ekki til enn, vínrækt ekki alveg komin upp á sitt besta, nema hjá þeim sem voru þá bæði frumkvöðlar og erfingjar áþessu svæði. Antinori var að sjálfsögðu meðal þeirra og átti eftir að bjóða uppá Super Toscan eins og Tignanello, sem var þá á bannlista því þrúgurnar voru ekki frá Toskana.

Vínið kom okkur öllum á óvart. Það var ferskt, enn góð sýra og tannín lífandi, í fyrstu var keimur af ocun (hnetur og smá rancio) en líklega var það annað því það hvarf við öndun. Einstaklega heilbrigt vín, bragðgott, sem bar ótrúlega vel aldurinn – 55 ár!

Scroll To Top