Home / Fréttir / Breytingar í Vínskólanum

Breytingar í Vínskólanum

Með mjög litlum fyrirvara, fengum við skilaboð frá Hótel Reykjavík Centrum, þar sem við höfum haft aðstöðu síðan 2005, að hótelið getur ekki lengur þjónustað okkur: veitingastaðnum (Fjalakettinum) hefur verið lokað og starfsfólki fækkað samkvæmt því. Tilneydd og þung í hjarta erum við tilneydd til að aflýsa námskeiðin Vín og Matur fram að áramót og skoða hvernig við bregðumst við eftir áramót.

Námskeiðin þar sem er einungis vínsmökkun (og nokkur námskeið fyrir sérhópa) verða áfram á hótel Reykjavík Centrum:

Fimmt. 18. október            NÁTTÚRUVÍN kl 18 – Verð: 3500 kr
Fimmt. q5. nóvember       BORDEAUX VÍNIN kl 18 – Verð 3500 kr

Skráning: [email protected]

Einnig verða engin gjafabréf gefin út í ár vegna þessarar óvissu.

Scroll To Top