Home / Fréttir / Breytingar á starfsemi skólans: Kapers í staðinn fyrir Ostabúðina

Breytingar á starfsemi skólans: Kapers í staðinn fyrir Ostabúðina

KapersEftir 10 ára farsælt samstarf, hverfur Ostabúðin að mestu úr starfsemi Vínskólans. Ástaðan er einföld: í vor stækkaði Ostabúðin veitingastaðinn á Skólavörðustignum með því að opna í götuhæð veitingasal (opinn til kl 21, svo og búðin) og vinsældir hafa verið slikar að ógerlegt er að hafa námskeiðin áfram eins og hefur verið þessi 10 ár. Jóhann og Ostabúðin munu samt koma að námskeiðum eftir bestu getu, aðallega fyrir námskeiðin sem sérhópar panta.

Við færum okkur þá yfir í glæsilegasta hús borgarinnar, sem eitt sinn hét Þjóðmenningarhúsið og heitir í dag Safnahúsið. Þar er til húsa veitingastaður sem heitir Kapers sem Ómar og Pálmi reka en lokar kl 17. Í “bistro” anda, er pláss fyrir 60 manns og nóg er af bílastæðunum allt í kring. Við getum þannig haldið okkur við þriðjudaga sem hafa reynst okkur vel.

Hverju breytir þetta?
Í raun lítið:
* við höldum námskeiðin okkar á þriðjudögum fyrir námskeiðin Vín og Matur
* það er mun auðveldara að finna bílastæði við Hverfisgötu og ráðuneytin
* við verðum að hækka verð á námskeiðunum “Vín og Matur” sem hefur ekki breyst í 3 ár (já…) frá 4500 í 5500 kr
* við getum tekið með bestu móti  25 til 30 manns sem er svipað og áður (og getum stækkað jafnvel) – í þessu frábæra húsi
* sérhópar: við verðum eins og áður að skoða dagsetningar vandlega, og föstudagar verða enn erfiðari en voru í Ostabúðinni því ekki fáum við lyklana að þessu flottu húsi!.

Við Eymar hlökkum bara til að hefja samstarf við Kapers sem við þekkjum vel, Og lofum ykkur frábært Vínskólahaust!

Scroll To Top