Home / Vínferðir / Bordeaux ferð

Bordeaux ferð

bordeaux

6. – 11. september 2007
Fararstjóri: Dominique Plédel Jónsson
Að koma til Bordeaux er draumur vínáhugamannsins og enginn verður svikinn. Vínframleiðsla er lífsstíll, ástríða og metnaður, hjá litlum framleiðendum og stórum châteaux. Flogið er til Parísar og farið til Bordeaux með TGV hraðlest, gist í miðborginni í 5 nætur. Við fáum kynningu hjá CIVB framleiðendasamtökunum, heimsækjum nokkur châteaux í Médoc, í Saint Emilion og víðar, borðum saman á skemmtilegum stað í miðborginni og jafnvel úti í sveit, skoðum Saint Emilion, miðaldaborg á heimsminjaskrá UNESCO. Farið svo með lest tilbaka til Parísar og flogið heim.

Ferðalýsing
Fimmtudagur  6. september
Farið frá Keflavík kl. 7. 40 og lent í París, Charles de Gaulle flugvelli kl 13.05. Farið beint á lestarstöð Montparnasse og þaðan með hraðlestina TGV til Bordeaux, komið kl 19. Transfer á hótelið með rútu, innritun. Gist í Bordeaux allan tíma (Með fyrirvara)
Föstudagur  7. september
Kynning á Bordeaux í Bordeaux Vínskólanum. Keyrt af stað í norður frá Bordeaux þar sem frægu châteaux eru í Médoc. Við heimsækjum 2-3 châteaux, Cantenac Brown, d’Agassac og Beychevelle og kíkjum á Mouton Rotschild, Cos d’Estrournel, Margaux og fleiri í leiðinni. Hádegisverður (ekki innifalinn) í Médoc. Sameiginlegur kvöldverður í miðborg Bordeaux.

Laugardagur  8. september
Við förum í suður frá Bordeaux, í Sauternes og heimsækjum frægan framleiðanda af sætvíninu með sama nafni, kíkjum í leiðinni á Château Yquem. Við stoppum á sveitakrá í hadeginu (ekki innifalið) þar sem verð er stillt í hófi og vínbændur hittast yfifr glasi af rauðvíni eða smá andalífrakæfu.
Í næsta nágrenni heimsækjum við Íslandsvinina Cathard hjónin í Château Smith Haut Lafite, glæsilegt château þar sem allt hefur verið endurnýjað og viðgert. Kvöldið frjálst í Bordeaux.

Sunnudagur  9. september
Farið snemma yfir á hægra bakkann Garonna, í áttina að St Emilion. Þar heimsækjum við framleiðenda sem er að færa sig í lífræna ræktun og hækkaði í flokkuninni í fyrra, glæsilegur árangur. Ef veður leyfir borðum við á litlum veitingastaði í vínekrunum, en stöldrum við í St Emilion, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og gefum okkur tíma til að skoða borgina. Kvöldið frjálst

Mánudagur  10. september
Lagt af stað frá Bordeaux til að skoða tunnugerð í næsta nágrenni, sem verður í fullri vinnu þar sem vínbændur biða eftir tunnunum sínum – vínuppskera er ekki langt undan. Hádegisverður frjáls í Bordeaux, frítími eftir það þar sem búðirnar (vínbúðir og aðrar!) freista.

Þriðjudagur 11. september
Hraðlestin TGV fer frá lestarstöðinni í Bordeaux kl 7.30, og við förum beint frá Montparnasse lestarstöð í París á Charles de Gaulle flugvöllinn með rútu. Brottför frá CDG kl 14.15 og lent í Keflavík kl. 15.45

Verð: 92.600 kr. á mann í tvíbýli.

Innifalið
Flug og skattar
Gisting 5 nætur í 2ja m, herbergi m/morgunverði
1 kvöldverður
Heimsóknir í vínhús
Rúta allan tíma
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Aðgangseyrir inn á söfn, kastala og kirkjur.
Aðrar máltíðir en nefndar eru undir innifalið
Forfalla- og ferðatryggingar

Fararstjóri getur fært milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

Okkar hótel í Bordeaux.

Hótel Ibis Meriadeck (með fyrirvara)
35, Cours du Maréchal Juin
33000 Bordeaux
s.: + 33 5 56 90 74 00
www.ibishotels.com

Scroll To Top