Home / Fréttir / Beaujolais Nouveau

Beaujolais Nouveau

Fransk-Íslenska Viðskiptaráðið, FRÍS, hefur tekið þráðinn upp aftur við Beaujolais Nouveau og verður boð fyrir meðlimi ráðsins þ. 21. nóvember, sama dag og Beaujolais Nouveau er leyst út um heim allan. Það er kannski ekki lengur sama æði og var áður um að keppast við að vera fyrst með Beaujolais á heimavelli, en Beaujolais vín almennt (ekki endilega Nouveau) njóta í dag góðs af því sem var. Viðskiptaráðið er með heimasíðuna fris.is og hægt er að skrá sig í ráðinu í gegnum hana.

Scroll To Top