Home / Fréttir / Beaujolais er ekki alltaf Nouveau

Beaujolais er ekki alltaf Nouveau

Í síðustu viku var glæsileg kynning á vínum frá Beaujolais héraðinu, frá þekktasta framleiðendanum þar Georges DUBOEUF. Beaujolais vín hafa oftar en ekki fengið á sér stimpil um létt og frekar ómerkileg vín eftir að Beaujolais Nouveau tröllreið markaðinn frá áttunda áratug síðustu aldar. En Beaujolais er margt annað en Nouveau, vín sem reyndar átti alveg ágætlega við alla rétti sem við höfum á Jólahlaðborðinu. G. Duboeuf kynnti vín frá “Crus” í Beaujolais, sem eru 10 talsins, og endurspegla “terroir” á hverjum stað. Gott úrval af þeim vínum er komiðí Vínbúðirnar og er það alveg þess virði að gefa þeim gaum.

Scroll To Top