Home / Fréttir / Banfi smökkun 7. maí í Perlunni

Banfi smökkun 7. maí í Perlunni

Castello Banfi LogoFlestir kannast við Banfi, vínframleiðandann frá Toskana – nánar tiltekið frá Montalcino þaðan sem Brunello di Montalcino kemur. Þeir hafa fært út kvíarnar og nýjustu vín þeirra koma frá Bolgheri og strandhéruðum Toskana.

Í tilefni þess að fulltrúar frá Banfi verða staddir hér á landi í byrjun maí, bjóða eigendur Bakkus sem flytja vín þeirra til landsins, í vínsmökkun í Perlunni miðv. þ. 7. maí kl. 18.00 til 21.00. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig með tölvupósti til [email protected]

Scroll To Top