Home / Vínferðir / Alsace ferð

Alsace ferð

Kaysersberg

Kaysersberg

Ferð til Alsace 19. til 23. maí 2006.
Fyrsta vínferðin verður farin til Alsace, enda yndislegt svæði þar sem vel er tekið á móti manni, landslagið afar fallegt og vingjarnlegt, og vínin mjög spennandi.

Fararstjóri: Dominique Plédel Jónsson.

Drög að dagskrá:
Föstudagur 19. mái
Flogið með kvöldflugið til FRANKFURT HAHN með Iceland Express kl 15.30, lent kl 20.30
Keyrt með rútu sem verður okkar allan tíma (íslenskur bílstjóri), til Kaysersberg, nálægt Colmar.
Komið seint á hótelið.
Laugardagur 20. maí
Kynning á svæðinu og kennslustund í Alsace vínunum hjá CIVA, samtök vínframleiðanda.
Heimsókn í 1 vínhús (Domaine Weinbach)
Frítími í Ribeauvillé
Heimsókn í 1 vínhús (Trimbach)
Sameigiinlegur kvöldverður á Weinstub í litlu þorpi.
Sunnudagur 21. maí
Vínvegurinn þræddur í gegnum þorpin, Riquewihr, Ribeauvillé, Sigolsheim, Turckheim og fleiri.
Haut Koenigsbourg kastalinn skoðaður.
Kvöldið frjálst.
Mánudagur 22. maí
Heimsókn í 3-4 vínhús.
Kvöldið frjálst
Þriðjudagur 23. maí
Lagt af stað til Hahn, flogið með Iceland Express kl 13.25, lent í Keflavík kl 15.05

Gist 4 nætur á sama hóteli:
Hótel Les Remparts í Kaysersberg (www.lesremparts.com)

Innifalið: flug, skattar og gjöld, gisting í 4 nætur á 3* hóteli, sameiginlegur kvöldverður, rúta allan tíma, leiðsögn. Fleiri máltíðir verða sennilega innifaldar.

Scroll To Top