Home / Almennar upplýsingar

Almennar upplýsingar

Námskeiðin haldin eru haldin, (nema annað sé tekið fram), í Fógetastofu á Hótel Reykjavík Centrum

Námskeiðin haldin eru haldin, (nema annað sé tekið fram), í Fógetastofu á Hótel Reykjavík Centrum

Hvar eru námskeiðin haldin?
Þau verða haldin, nema annað sé tekið fram, í Fógetastofu á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16. Þar er aðstaða til fyrirmyndar og öll umgjörð hin glæsilegasta.

Fyrir hverja eru námskeiðin?
Þau eru opin öllum sem hafa áhuga á að fræðast um vín og vínmenningu. Flest námskeiðin eru almenns eðlis, og reynt verður að halda þeim á aðgengilegum nótum. Fróðleikur, fagmennska, aðgengi, leiðsögn um vínheiminn eru kjörorðin.
Einstaklingar: skrá sig á námskeið skv. dagskrá. Lágmarksfjöldi: 8 til að halda námskeiðið, sem annars verður fellt niður.
Hópar: hægt er að biðja um aðra daga og þema en koma fram á dagskrá skólans, verð og dagsetning eftir samkomulagi.

Tímasetning.
Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18 til 19:30 (grunnnámskeið og sérnámskeið) og 18.30 (Vín og matur námskeiðin) nema annað sé tekið fram.

Hvað kosta námskeiðin?
Grunnnámskeiðin kosta 3500 kr á mann (Matur og Vín, Þrúgurnar, lífræn vín,…).
Flest öll hin námskeiðin kosta einnig 3500 kr á mann  (vín frá ákveðnu héraði, náttúruvín, lífræn vín o.sv.fr.).
“Vín og Matur” námskeiðin kosta 6000 kr
(í gildi haust 2018)
Sum sérhæfð námskeið eða námskeið eftir sérbeiðni verða á sérverði.
Verðið er alltaf auglýst þar sem dagskráin og lýsing námskeiða er.

Hvað er innifalið?
Innifalið í námskeiðsgjöld eru:

  • námsgögn
  • 5-6 vín

Greiðsla.
Námskeiðsgjald greiðist fyrirfram með millifærslu (sjá hér fyrir neðan) eða í peningum á staðnum – þó greiðast öll námskeiðin undir heitinu “Vín og Matur” fyrirfram, undanteikningalaust.
Ef afbókað er innan við sólarhring frá bókuðu námskeiði fást einungis 50% af námskeiðsgjaldinu endurgreitt.
Skyldi þátttakandi sem er skráður á námskeiðinu ekki mæta án þess að afbóka sig (“no show”)  er ekki endurgreitt .

Vínskólinn er ekki með posa, þannig að greiðslan verður að millifæra fyrirfram  (reikningur: 526-26-1952 kt. 101248-2169 (Dominique) og senda tölvupóst á [email protected] Hægt er að biðja um að fá að greiða í reiðufé á staðnum fyrir grunn- og sérnámskeiðin.

Lágmarksfjöldi.
Lágmarksfjöldinn er 12 manns, en 15 fyrir sérhóp. Ef hann nær ekki því lágmarki, er hægt að opna námskeiðið fyrir aðra til að ná þeirri tölu.
Fógetastofan tekur 32-36 í sæti, ef um stærri hóp er að ræða, verður að athuga aðra staði (mötuneyti eða annað) á vegum hópsins.

Hvernig get ég skráð mig?
Mjög einfalt: senda tölvupóst á [email protected] þar sem verður að koma fram:
– heiti á námskeiðinu og dagsetning
– nafn
– kennitala
– netfang
– símanúmer
Skráning verður staðfest með tölvupósti.

Scroll To Top