Home / Fréttir / Á næstunni… Miðjarðarhafið, Riesling og lambið okkar

Á næstunni… Miðjarðarhafið, Riesling og lambið okkar

Fjölbreytni er lykilorðið fyrir námskeiðin sem eru framundan (skráning: [email protected]):
Matur og vín frá Miðjarðarhafinu – fimmt. 16. mars (örfá sæti laus, 2-4)
Þótt matreiðslan sé ekki sú sama frá Ítalíu, Frakklandi eða Spáni – og jafnvel frá Norður-Afríku, er margt sameiginlegt í hráefninu og krydd eða áferð er það sem skiptir sköpum. Vínin eru einnig mismunandi, en fjölbreytnin sameinar þar líka. Spennandi námskeið sem er nýtt á dagskrá. Verð: 5500 kr/mann.

Riesling með mat – fimmt. 23. mars (laus sæti)
Ekki sætu Mosel rielsing-vín, heldur þurru riesling-vínin frá Alsace, Chile, Nýja Sjálandi og líka Þýskalandi, með fiski og líka kjöti. Það er ástæða fyrir því að riesling-þrúgan er kölluð drottning þrúgnanna! Látið freistast, nýtt námskeið hjá okkur á óvenjulegum nótum. Verð 5500 kr/mann.

Lambið á ýmsa vegu, og vínin með – fimmt. 30. mars (nokkur laus sæti)
Það er margt annað í lanbinu en læri og hryggur – og þegar talað er um að eyða matarsóun og vera betri neytendur, verðum við að kunna betur að nota og njóta þess sem við höfum aðgang að: lambakjöt. Námskeið sem kemur á óvart, enda er lambakjötið einstaklega vín-vænt! Verð: 5500 kr/mann.

Scroll To Top